Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

23. fundur 27. janúar 2025 kl. 08:30 - 11:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Fjóla S. Kristinsdóttir sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2025
Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem eru á framkvæmda- og fjárhagsáætlun ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.
Að mati framkvæmda- og veitunefndar er mikilvægt að skólanefnd ljúki sem fyrst vinnu við þarfagreiningu fyrir skólahúsnæði svo hægt sé að meta þörf fyrir breytingar á núverandi stjórnsýsluhúsi svo það gagnist skólanum til framtíðar.

2. Hraunbraut 2
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar, dags. 13.01.2025 um lagfæringar á
Hraunbraut 2.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að starfsmenn áhaldahúss og veitna forgangsraði nauðsynlegum framkvæmdum í samræmi við það sem lagt er til í minnisblaðinu með hliðsjón af fjárhagsáætlun.

3. Borgarbraut 26
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar og Steinars Sigurjónssonar, dags. 22.01.2025 um endurnýjun baðherbergis leiguíbúðar sveitarfélagsins að Borgarbraut 26.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að farið verði í nauðsynlegar framkvæmdir vegna lagna en reynt verði að takmarka umfang verksins að öðru leyti.

4. Aðgengisstyrkur vegna skólalóðar
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar, dags. 19.12.2024 um umsókn um aðgengisstyrk vegna skólalóðar. Í minnisblaðinu er verkefnalýsing á framkvæmdum við
skólalóð Kerhólsskóla. Með framkvæmdunum hefur aðgengi fyrir alla verið tryggt.
Lagt fram til kynningar

5. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Efri hæð
Beðið er eftir uppfærðum gögnum frá hönnuði í samræmi við umræður á síðasta fundi framkvæmda- og veitunefndar.
b. Gögn vegna lyftingargólfs Ragnari falið að taka saman minnisblað þá valkosti sem standa til boða ásamt kostnaði.
c. Aukaverk
Lagðar fram upplýsingar um aukaverk sem samþykkt voru í tengslum við viðbyggingu.
d. Verkfundargerðir 10 og 11
Verkfundargerð nr. 10, dags. 12.12.2024 og verkfundargerð nr. 11 dags. 09.01.2025 lagðar fram til kynningar.
e. Rekstraraðili
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að Björn Kristinn Pálmarsson, varaoddviti og Óttar Guðlaugsson, heilsu- og tómstundafulltrúi skoði möguleika varðandi aðkomu utanaðkomandi rekstraraðila að heilsurækt.


6. Orkubú Vaðness – Bréf og gjaldskrá
Fyrir liggur bréf sem sent var út til viðskiptavina Orkubús Vaðness ehf. þar sem kynntar eru fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá og fyrirkomulagi innheimtu.
Lagt fram til kynningar


7. Vaðnes – Staða framkvæmda við virkjun borholu
Ragnar kynnti stöðu framkvæmda við virkjun nýrrar borholu í Vaðnesi. Framkvæmdir við dæluhús standa yfir en húsið var reist um miðjan janúar.
Lagt fram til kynningar.


8. Dælustöð Kiðjabergi
Ragnar fór yfir stöðu framkvæmda við dælustöð í Kiðjabergi.
Lagt fram til kynningar.


9. Skólaeldhús – Staða framkvæmda
Kynnt var staðan á nýju skólaeldhúsi í Kerhólsskóla. Verkið er að klárast og hægt verður að
taka eldhúsið í notkun á næstu dögum.
Lagt fram til kynningar.


10. Sundlaug á Borg – Stjórnkerfi og sturtur
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar, dags. 23.01.2025 um endurnýjun stjórnbúnaðar og sturtukerfis í sundlauginni á Borg. Stjórnbúnaðurinn er kominn til ára sinna
og ekki er lengur hægt að fá íhluti í stjórneiningar sundlaugarinnar.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að farið verði í endurnýjun búnaðarins sem fyrst.

11. Jólaljós
Fyrir liggur að endurnýja þarf jólaljós á ljósastaurum á Borgarsvæðinu en núverandi ljós eru úr sér gengin og töluvert af ljósastaurum hefur bæst við að undanförnu.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að rætt verði innanhúss hvaða skreytingar séu álitlegastar og Steinar taki í framhaldinu saman minnisblað um tillögur og áætlaðan kostnað.


12. Rarik – Kostnaður vegna breytts skipulags á Borg
Fyrir liggur tölvupóstur frá Rarik vegna aukakostnaðar við heimtaugar í Hraunbraut 37A og 37B. Vegna deiliskipulagsbreytinga á Borg var einbýlishúsalóð breytt í parhúsalóð og því
vantar eina heimtaug í götuskáp.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að erindið verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin til
að sveitarfélagið sjái um yfirborðsfrágang og kostnaður við verkið lækki sem því nemur.


13. Parket í Félagsheimilinu Borg
Fyrir liggur minnisblað Steinars Sigurjónssonar, dags. 13.1.2025 um parket í Félagsheimilinu Borg. Nýlega kom upp sú staða að gólffjöl í salnum brotnaði og ekki hlaupið að því að fá
samskonar fjöl til að skipta þeirri brotnu út. Samkvæmt fjárfestingaáætlun fyrir árin 2025-2028 var gert ráð fyrir að skipta út parketi í félagsheimilinu á árinu 2026. Í minniblaðinu er lagt til að framkvæmdum verði flýtt og farið verði í verkið strax á þessu ári vegna þess sem að ofan er rakið.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að framkvæmdum við að endurnýja gólf
félagsheimilisins verði flýtt og farið verði í verkið á árinu 2025.


14. Skoðunarferð í viðbyggingu íþróttamiðstöðvar
Í lok fundar fór nefndin í skoðunarferð í viðbyggingu íþróttamiðstöðvar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:50

Getum við bætt efni þessarar síðu?