Framkvæmda- og veitunefnd
1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2025
Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem eru á framkvæmda- og fjárhagsáætlun ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.
2. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Verkfundargerð nr. 12
Verkfundargerð nr. 12, dags. 23.01.2025 lögð fram til kynningar.
b. Verkfundargerð nr. 13
Verkfundargerð nr. 13, dags. 10.02.2025 lögð fram til kynningar.
c. Fundargerð frá rýnifundi nr. 2
Fundargerð frá rýnifundi nr. 2, dags. 23.01.2025 lögð fram til kynningar.
d. Aukaverk
Fyrir liggur kostnaðaraukning vegna frágangs á gólfi í lyftustokk vegna kröfu frá
vinnueftirliti og kostnaðaraukning vegna rykbindingar lofta sem er um 180 m2 umfram
það sem áætlað var í magnskrá.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gengið verði frá gólfinu í lyftustokk og að loft
verði rykbundin ef arkitekt hússins telur þörf á því.
e. Breytingartillaga að 2. hæð frá Arkís
Lögð fram til umræðu breytingartillaga að skipulagi 2. hæðar.
Nokkur umræða varð um tillöguna og Ragnari falið að koma athugasemdum á framfæri
við hönnuð í samræmi við umræður á fundinum.
f. Minnisblað um lyftingargólf
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar, dags. 21.02.2025 um lyftingargólf í
nýjan íþróttasal.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að unnið verði út frá þeirri lausn sem lögð er til
í minnisblaðinu.
g. Tilboð í frágang efri hæðar
Fyrir liggur tilboð frá Alefli ehf. í frágang 2. hæðar.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að tilboðið verði rýnt af arkitekt hússins ásamt
eftirlitsaðila til að skoða hvar megi leita hagkvæmari lausna.
3. Fundargerð 1. fundar stýrihóps göngu- og hjólastíga
Fyrir liggur fundargerð 1. fundar stýrihóps göngu- og hjólastíga dags. 4.02.2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Minnisblað af 1. fundi vegna hönnunar á leikskólalóð
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 11.02.2025 af 1. fundi vegna hönnunar
á leikskólalóð.
Lagt fram til kynningar. Rætt um að skoða hvort hægt sé að taka vörumóttökuna fyrir eldhúsið
í notkun áður en farið verður í aðrar framkvæmdir.
5. Skógartún og Miðtún
a. Minnisblað um forsendur og fyrirkomulag verkútboðs í Skógartúni og Miðtúni
ásamt samningi við Eflu hf. um ráðgjafarþjónustu.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 6.02.2025 um forsendur og
fyrirkomulag verkútboðs í Skógartúni og Miðtúni.
Lagt fram til kynningar.
b. Samningur við Eflu hf. um ráðgjafarþjónustu
Fyrir liggja samningur sem hefur verið undirritaður við Eflu hf. um hönnun gatna, stíga,
fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu, gatnalýsingu og samræmingu annarra veitna.
Samningurinn lagður fram til kynningar.
6. Minnisblað um strandblaksvöll á Borg
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar, Óttars Guðlaugssonar og Steinars
Sigurjónssonar, dags. 10.02.2025 um strandblaksvöll á Borg.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að strandblaksvöllurinn verði einfaldur og hann uppfylli
kröfur sem gerðar eru til löglegra keppnisvalla. Jafnframt verði hugað að annarri aðstöðu við
völlinn, s.s. bekkjum og borðum.
7. Minnisblað um jólaskraut á Borgarsvæði
Fyrir liggur minnisblað Steinars Sigurjónssonar og Ragnars Guðmundssonar, dags. 21.01.2025
um jólaskraut á Borgarsvæði. Í minnisblaðinu kemur fram að núverandi ljós á ljósastaurum séu
úr sér gengin og enginn sem tekur að sér að þjónusta þau lengur. Lagðar eru fram fjórar
mismunandi tillögur að nýjum jólaljósum en töluverður verðmunur er á þeim ljósum sem sett
eru fram í minnisblaðinu. Í minnisblaðinu er lagt til að keypt verði klassísk stjarna með greni.
Framkvæmda- og veitunefnd tekur undir með höfundum minnisblaðsins og leggur til að keypt
verði klassísk stjarna með greni