Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

25. fundur 24. mars 2025 kl. 08:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Fjóla S. Kristinsdóttir sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2025
Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem eru á framkvæmda- og fjárhagsáætlun ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.


2. Beiðni um umsögn frá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu vegna hækkunar á
gjaldskrá Orkubús Vaðness.
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 10.03.2025 frá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu þar sem
óskað er eftir umsögn Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps um erindi vegna hækkunar á
gjaldskrá hjá Orkubúi Vaðness ehf.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Fjólu S. Kristinsdóttur að svara erindinu.
3. Virkjun borholu VN-34 í Vaðnesi
a. Verkfundargerð nr. 1
Verkfundargerð nr. 1, dags. 28.02.2025 lögð fram til kynningar.
b. Verkfundargerð nr. 2
Verkfundargerð nr. 2, dags. 14.03.2025 lögð fram til kynningar.


4. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Verkfundargerð nr. 14
Verkfundargerð nr. 14, dags. 20.02.2025 lögð fram til kynningar.
b. Verkfundargerð nr. 15
Verkfundargerð nr. 15, dags. 06.03.2025 lögð fram til kynningar.
c. Verkfundargerð nr. 16
Verkfundargerð nr. 16, dags. 20.03.2025 lögð fram til kynningar.
d. Fundargerð frá rýnifundi nr. 3
Fundargerð frá rýnifundi nr. 3, dags. 07.03.2025 lögð fram til kynningar.
e. Breytingartillaga að 2. hæð frá Arkís
Lögð fram uppfærð breytingartillaga að skipulagi 2. hæðar eftir umræður á síðasta fundi
framkvæmda- og veitunefndar.
Framkvæmda- og veitunefnd telur uppfærða tillögu í samræmi við óskir nefndarinnar
og leggur til að unnið verði út frá henni við frágang efri hæðar.
f. Innanhúss frágangur efri hæðar
Þann 19.03.2025 var haldinn fundur með fulltrúum Grímsnes- og Grafningshrepps,
Aleflis ehf. og Verkís um innanhúss frágang efri hæðar. Niðurstaða fundarins var að
stefnt skyldi að því að semja við Alefli um að taka að sér að ljúka við frágang efri hæðar.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að unnið verði að samkomulagi við Alefli ehf.
um innanhúss frágang efri hæðar.


5. Minnisblað um tilboð í útboðsgögn og eftirlit vegna nýs íþróttagólfsþ
Fyrir liggur minnisblað dags. 21.03.2025 um tilboð í útboðsgögn og eftirlit vegna nýs
íþróttagólfs á íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Borg. Leitað var til Eflu og Verkís varðandi
útboðsgögn og eftirlit með niðursetningu á gólfinu. Tilboð Verkís hljóðaði upp á 2.527.000 kr.
án vsk. og tilboð Eflu hljóðaði upp á 3.738.000 kr. án vsk.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að útboð og eftirlit vegna verksins verði unnið af
starfsmönnum sveitarfélagsins.


6. Jarðhitaleit
a. Minnisblað vegna fundar með ÍSOR um jarðhitaleit í sveitarfélaginu
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 12.03.2025 um fund með ÍSOR
vegna jarðhitaleitar.
Lagt fram til kynningar.
b. Minnisblað vegna samnings um jarðhitaleit í landi Snæfoksstaða
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 19.03.2025 um jarðhitaleit í
landi Snæfoksstaða. Í minnisblaðinu er farið yfir umræður á fundi milli fulltrúa
Grímsnes- og Grafningshrepps og Skógræktarfélags Árnesinga um boranir á
tilraunaholum í landi Snæfoksstaða til að athuga hvort mögulegt sé að stefna að vinnslu
vatns á svæðinu.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að Lögmönnum Suðurlandi verði falið að vinna
drög að samkomulagi um rannsóknir á svæðinu.
c. Minnisblað um tilboð í tilraunaboranir hitaveitu
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 20.03.2025 um tilboð í
tilraunaboranir hitaveitu. Tilboð Ræktunarsambands Flóa og Skeiða hljóðar upp á
7.977.040 kr. án vsk. í fjórar 100 m djúpar 5“ hitastigulsholur á fjórum stöðum.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að farið verði í boranir á þremur af þeim fjórum
holum sem lagðar eru til í minniblaðinu. Ekki verði farið í að bora í Rauðhólum að svo
stöddu.


7. Minnisblað um rannsóknir í Kaldárhöfða
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 12.03.2025 um rannsóknir í
Kaldárhöfða.
Lagt fram til kynningar.


8. Minnisblað um tilboð í lekaleit
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 20.03.2025 um tilboð í lekaleit á
starfssvæði Orkubús Vaðness ehf.
Framkvæmda- og veitunefnd telur æskilegt að farið verði í lekaleit í Vaðnesi. Fjóla S.
Kristinsdóttir upplýsir að tekin hafi verið ákvörðun um að fara í lekaleit á starfssvæði OV.


9. Minnisblað um tilboð í UV ljós
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 20.03.2025 um tilboð í UV ljós. Tilboð
voru fengin frá tveimur aðilum í mismunandi ljós.
Ragnari falið að velja þann kost sem hentar betur veitum sveitarfélagsins.


10. Minnisblað um hönnun á Skógartúni - Forsendur
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 19.03.2025 um hönnun á Skógartúni -
Forsendur.
Lagt fram til kynningar.


11. Minnisblað um nýjar klausturhólaréttir
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 20.03.2025 um nýjar Klausturhólaréttir.
Lagt fram til kynningar.


12. Fundargerð af fundi nr. 2 hjá vinnuhópi vegna hönnunarvinnu á útisvæði við sundlaugina
á Borg
Fyrir liggur fundargerð dags. 17.03.2025 vegna fundar nr. 2 hjá vinnuhópi vegna
hönnunarvinnu á útisvæði við sundlaugina á Borg.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


13. Minnisblað um úrgangsmál og tölfræði - 2024
Fyrir liggur minnisblað Steinars Sigurjónssonar dags. 20.03.2025 um úrgangsmál og tölfræði
fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:25

Getum við bætt efni þessarar síðu?