Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

26. fundur 02. maí 2025 kl. 08:30 - 10:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Fjóla S. Kristinsdóttir sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður framkvæmda og veitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Verkfundargerð nr. 16
Tekin af dagskrá. Fundargerðin var lögð fram á síðasta fundi nefndarinnar.
b. Verkfundargerð nr. 17
Verkfundargerð nr. 17, dags. 03.04.2025 lögð fram til kynningar.
c. Verkfundargerð nr. 18
Verkfundargerð nr. 18, dags. 16.04.2025 lögð fram til kynningar.
d. Framvinduskýrsla nr. 8
Framvinduskýrsla nr. 8 lögð fram til kynningar.
e. Teikningar af hitakerfi
Teikningar af hitakerfi hússins lagðar fram til kynningar.
f. Tilboð í frágang efri hæðar
Fyrir liggur tilboð frá Alefli ehf. um innanhúss frágang efri hæðar. Tilboðið er að
fjárhæð 105.345.528 kr.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til tilboði Aleflis ehf. verði tekið.
g. Aukaverk
Fyrir liggja nokkur smærri verk sem ekki voru tilgreind í útboðsgögnum.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemd við að umrædd aukaverk séu
unnin.


2. Tilboð í gólf í íþróttahúsi
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar og Steinars Sigurjónssonar, dags.
29.04.2025 um tilboð í PU gólf fyrir íþróttahúsið á Borg. PU-gólf henta vel fyrir hefðbundnar
skólaíþróttir, blak og handbolta.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að samið verði við Sporttæki ehf. um lagningu á nýju
PU-gólfi á grundvelli þeirrar kostnaðaráætlunar sem liggur fyrir vegna verksins.


3. Kaldárhöfði – Matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar
a. Matsskyldufyrirspurn
Fyrir liggur fyrirspurn til Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna borana og prófana
tilraunaholu við Kaldárhöfða.
Lagt fram til kynningar.
b. Borplan - Teikning
Fyrir liggur teikning af legu vegslóða og borplans í landi Kaldárhöfða sem nota á við
tilraunaboranir.
Lagt fram til kynningar.


4. Tilboð frá Verkís í hönnun á veitum í Vaðnesi
Fyrir liggur tilboð frá Verkís í hönnun á vatns- og hitaveitu í nýtt hverfi í Vaðnesi. Tilboðið
hljóðar upp á 7.029.684 kr. með virðisaukaskatti.
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir að hönnun vatns- og hitaveitu verði unnin af
umsjónarmanni framkvæmda og veitna og því verði ekki gengið að tilboði Verkís í
hönnunina.


5. Hitaveita
a. Minnisblað um borun á hitastigulsholum
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 29.04.2025 um borun á
hitastigulsholum.
Lagt fram til kynningar.
b. Drög að samningi vegna jarðhitaleitar á Snæfoksstöðum
Fyrir liggja drög að samningi vegna jarðhitarannsókna, borunar og hagnýtingar
jarðhita í landi Snæfoksstaða.
Framkvæmda- og veitunefnd felur umsjónarmanni framkvæmda og veitna ásamt
sveitarstjóra að aðlaga samningsdrögin að þeim samningum sem eru í gildi á
starfssvæði Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
c. Minnisblað um fund vegna jarðhita á jörðinni Reykjanes
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 29.04.2025 um fund sem
forsvarsmenn sveitarfélagsins áttu með landeigendum Reykjaness. Tilgangur fundarins var að ræða um mögulegar rannsóknir og hagnýtingu á jarðhita á jörðinni Reykjanes.
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir að útbúin verði drög að samkomulagi sem
taka mið af þeim samningum sem hafa verið gerðir á starfssvæði Hitaveitu Grímsnesog Grafningshrepps. Drögin verði unnin í samráði við landeigendur og tekin fyrir á
fundi framkvæmda- og veitunefndar áður en þau verða send sveitarstjórn til
afgreiðslu. Sveitarstjóra og umsjónarmanni veitna falið að leiða vinnuna í samráði
við formann framkvæmda- og veitunefndar.
d. Umsögn hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps vegna erindis um sölu á heitu
vatni
Fyrir liggur umsögn hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps vegna erindis um sölu
á heitu vatni.
Lagt fram til kynningar.
e. Minnisblað um mögulega styrki í Grafningi vegna verkefnisins Jarðhiti jafnar
leikinn
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 31.03.2025 um mögulega
styrki í Grafningi vegna verkefnisins Jarðhiti jafnar leikinn.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að sótt verði um styrk fyrir næsta ár og leggur
jafnframt til að sveitarstjórn setji fjármuni í jarðhitarannsóknir í Grafningi á næsta
ári í tengslum við verkefnið.
f. Fundargerð af verkfundi nr. 3 vegna virkjunar borholu VN-34 í Vaðnesi
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g. Fundargerð af verkfundi nr. 4 vegna virkjunar borholu VN-34 í Vaðnesi
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h. Minnisblað um lekaleit í Vaðnesi
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 29.04.2025 um lekaleit í
Vaðnesi með flygildi sem fór fram þann 3.4.2025. Í minnisblaðinu kemur fram að á
nokkrum stöðum séu líklega lekar til staðar sem þarf að lagfæra.
Framkvæmda- og veitunefnd telur mikilvægt að skoða þá staði þar sem líklegir lekar
komu fram. Starfsmönnum veitna falið að vinna málið áfram.
i. Fyrirspurn vegna hitaveitu í frístundabyggð í Lyngborgum
Fyrir liggur tölvupóstur með fyrirspurn um möguleika frístundahúsabyggðar í
Lyngborgum til að tengjast hitaveitu.
Umsjónarmanni framkvæmda og veitna falið að svara erindinu.
j. Fyrirspurn vegna hitaveitu í frístundabyggð í landi Ormsstaða
Fyrir liggur tölvupóstur með fyrirspurn um möguleika frístundahúsabyggðar í landi
Ormsstaða til að tengjast hitaveitu.
Umsjónarmanni framkvæmda og veitna falið að svara erindinu.
k. Fyrirspurn vegna hitaveitu í frístundabyggð í Hallkelshólum
Fyrir liggur tölvupóstur með fyrirspurn um möguleika frístundahúsabyggðar í
Hallkelshólum til að tengjast hitaveitu.
Umsjónarmanni framkvæmda og veitna falið að svara erindinu.


6. Drög að verksamningi vegna girðingarvinnu í kringum vatnsból sveitarfélagsins að
Björk 1
Fyrir liggja drög að verksamningi við Miðengisbúið um uppsetningu nýgirðingar í kringum
vatnsból sveitarfélagsins að Björk 1.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemd við samningsdrögin og leggur til að
samningurinn verði samþykktur.


7. Fundargerð af fundi fulltrúa sveitarfélagsins með fulltrúum frá RARIK um
orkuafhendingu og uppbyggingu í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur fundargerð af fundi sem haldinn var þann 1. apríl um orkuafhendingu og
uppbyggingu í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


8. Fyrstu drög að hönnun á leikskólalóð


Fyrir liggja fyrstu drög frá Landhönnun að hönnun á leikskólalóð.
Drögin lögð fram til kynningar. Nokkrar umræður urðu um drögin og felur nefndin
starfsmönnum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
9. Minnisblað um áhuga Grímsnes- og Grafningshrepps um hagnýtingu á köldu vatni á
jörðinni Hallkelshólar L168247


Fyrir liggur minnisblað oddvita, dags. 25.03.2025 um áhuga Grímsnes- og Grafningshrepps
um hagnýtingu á köldu vatni á jörðinni Hallkelshólar L168247. Í minnisblaðinu kemur fram
að ekki sé mögulegt að svo stöddu að fá vatn fyrir vatnsveitu sveitarfélagsins úr jörðinni
Hallkelshólar.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:50
Að loknum fundi fóru nefndarmenn í skoðunarferð í nýtt dæluhús í Vaðnesi.

Getum við bætt efni þessarar síðu?