Framkvæmda- og veitunefnd
1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2025
Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem eru á framkvæmda- og fjárhagsáætlun ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.
2. Fjárfestingaáætlun 2026
Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og því er
mikilvægt að taka saman þær fjáfestingar sem nefndin leggur til að ráðist verði í á næsta ári.
Ragnari falið að vinna að samantekt fyrirliggjandi fjárfestinga sem stuðst verður við á
vinnufundum við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
3. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Verkfundargerð nr. 27
Verkfundargerð nr. 27, dags. 22.08.2025 lögð fram til kynningar.
b. Verkfundargerð nr. 28
Verkfundargerð nr. 28, dags. 04.09.2025 lögð fram til kynningar.
c. Verkfundargerð nr. 29
Verkfundargerð nr. 29, dags. 18.09.2025 lögð fram til kynningar.
d. Verkfundargerð nr. 30
Verkfundargerð nr. 30, dags. 06.10.2025 lögð fram til kynningar.
4. Kaldárhöfði – umsagnir um matsskyldufyrirspurn
a. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Umsögnin lögð fram til kynningar
b. Umsögn Minjastofnunar Íslands
Umsögnin lögð fram til kynningar
c. Umsögn Náttúruverndarstofnunar
Umsögnin lögð fram til kynningar
d. Umsögn Náttúrufræðistofnunar
Umsögnin lögð fram til kynningar
5. Umsóknir um styrki til veghalds í frístundabyggðum
Fyrir liggja 23 gildar umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum. Nefndin
fjallaði um umsóknirnar og lagði mat á þær með hliðsjón af gildandi reglum um styrki
vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að veittur verði styrkur til frístundahúsafélaga
samkvæmt eftirfarandi töflu:
Nafn Félags Styrkupphæð
ÁSAR, frístundabyggð í Búrfell 100.000
Hraun, félag sumarhúsaeigenda í Hraunborgum 100.000
Þristur félag landeiganda í Klausturhólum 100.000
Furuborgir 200.000
Félag sumarhúsaeigenda í Oddsholti 200.000
Félag sumarhúsaeiganda við Kjarrmóa 200.000
Félag sumarbústaðaeigenda í landi Villingavatns 250.000
Félag sumarhúsaeiganda Berjamóa 300.000
FÉLAG LAND- OG FRÍSTUNDAHÚSAEIGENDA VIÐ A OG B GÖTU ÚR
NORÐURKOTSLANDI Í GRÍMSNESI. 300.000
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi 350.000
Sumarhúsafélagið v Hestvíkurveg. 350.000
Félag lóðareigenda við Kjalbraut 350.000
Félag sumarhúsaeigenda við Ásgarðsbreiðu 400.000
Félag lóðarhafa að Kiðjabergi 500.000
Sumarhúsafélagið Víðihlíð 600.000
FSNN - Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi og nágrenni 600.000
Félag lóðaeigenda Mýrarkoti - Gerði 600.000
Landeigendur Nesi v/Apavatn 750.000
Félag Lóðareigenda í Landi Minna Mosfells 750.000
Langibugur - Vatnsholt 750.000
Félag lóðareigenda í Farengi 750.000
Félag lóðareigenda við Freyjustíg, Ásgarðslandi 750.000
Kerhraun, félag sumarhúsaeigenda 750.000
6. Minnisblað dags. 10.09.2025 um innivistarmælingu
Fyrir liggur minnisblað Steinars Sigurjónssonar, umsjónarmanni umhverfismála dags.
10.09.2025 um innivistarmælingu. Í minnisblaðinu er lagt til að framkvæma
innivistarmælingu í Kerhólsskóla en í framhaldinu verði einnig framkvæmd innivistarmæling
í stjórnsýsluhúsi samhliða framkvæmdum þar.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að tilboði frá Verksýn verði tekið út frá þeim
upplýsingum sem koma fram í minniblaðinu og veittar voru á fundinum.
7. Borgarbraut 26 – Tilboð í endurgerð baðherbergis
Fyrir liggur að leigutakar að Borgarbraut 26 hafa óskað eftir að baðherbergi eignarinnar verði
endurnýjað.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að farið verði í minniháttar lagfæringu á baðherbergi
eignarinnar sem felst í að endurnýja sturtuklefa og salerni ásamt handlaug ef þörf er á.
8. Minnisblað dags. 07.10.2025 af fundi fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps með
fulltrúum Vegagerðarinnar
Fyrir liggur minnisblað af fundi fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps með fulltrúum
Vegagerðarinnar um ýmis mál sem snúa að sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.
9. Umsóknir um aðgengisstyrki
Sendar voru inn þrjár umsóknir um aðgengisstyrki vegna úrbóta í aðgengismálum fatlaðs
fólks. Umsóknirnar snúa að bættu aðgengi í íþróttamiðstöð, stjórnsýsluhúsi og á skólalóð.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:05