Framkvæmda- og veitunefnd
1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2025
Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem eru á framkvæmda- og fjárhagsáætlun ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.
2. Kynning frá Eflu á kort.is og Gagnalandi
Aríel Jóhann Kessler Árnason og Friðþór Sófus Sigurmundsson kynntu þjónustu Eflu á sviði
landupplýsinga. Farið var sérstaklega yfir þjónusturnar kort.is og Gagnaland og hvaða
möguleikar eru í boði þar.
Framkvæmda- og veitunefnd þakkar fyrir góða og áhugaverða kynningu og leggur til að
oddviti ræði innan stjórnar UTU hvort áhugi sé fyrir því að fá sambærilega kynningu þar,
því að mati nefndarinnar er mikilvægt að öll aðildarsveitarfélög UTU séu að nota sama kerfi.
3. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Verkfundargerð nr. 31
Verkfundargerð nr. 31, dags. 16.10.2025 lögð fram til kynningar.
b. Verkfundargerð nr. 32
Verkfundargerð nr. 32, dags. 30.10.2025 lögð fram til kynningar.
c. Verkfundargerð nr. 33
Verkfundargerð nr. 33, dags. 13.11.2025 lögð fram til kynningar.
d. Lokaúttektarblað eftirlits
Lokaúttektarblað eftirlits, dags. 27.11.2025 lagt fram til kynningar. Framkvæmdaog veitunefnd samþykkir samhljóða að fela Ragnari að skila inn tilkynningu um
hönnunargalla á loftræstingu.
4. Minnisblað um brunatæknilega úttekt efri hæðar félagsheimilisins og núverandi
stjórnsýsluhúss
Fyrir liggur minnisblað frá Örugg verkfræðistofu um brunatæknilega úttekt efri hæðar
félagsheimilisins og núverandi stjórnsýsluhúss.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Verið er að vinna að úrlausnum á þeim athugasemdum
sem hafa verið gerðar varðandi brunavarnir m.t.t. breyttrar notkunar viðkomandi bygginga.
Að mati nefndarinnar væri ákjósanlegra að pallur 2 sem teiknaður er inn á uppdrátt á bls. 5
í minnisblaðinu færist fyrir hornið og verði á norðausturhluta félagsheimilisins.
5. Minnisblað um gjaldskrá fyrir seyruhreinsun 2026
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar og Steinars Sigurjónssonar dags.
06.11.2025 um gjaldskrá fyrir seyruhreinsun 2026.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gjaldskrá vegna seyruhreinsunar taki mið af þeim
tillögum sem fram koma í minnisblaðinu.
6. Minnisblað ÍSOR með athugasemdum við umsögn Náttúruverndarstofnunar við
matsskyldufyrirspurn vegna borun og prófun tilraunaholu við Kaldárhöfða
Fyrir liggur minnisblað ÍSOR, dags. 20.11.2025 með athugasemdum við umsögn
Náttúruverndarstofnunar við matsskyldufyrirspurn vegna borun og prófun tilraunaholu við
Kaldárhöfða
Lagt fram til kynningar.
7. Umsókn um vatnsveitu í hverfið Öldusteinstún í Minna-Mosfelli
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ásmundi Skeggjasyni dags. 18.11.2025 með óskum um að fá
vatnsveitu tengda við hverfið Öldusteinstún í Minna-Mosfelli.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gert verði ráð fyrir að tengja hverfið við vatnsveitu
sveitarfélagsins á árinu 2027.
8. Jarðhiti jafnar leikinn
Fyrir liggur að umsóknarfrestur í átakinu Jarðhiti jafnar leikinn vegna nýsköpunar og
tækniþróunar er til 20. desember 2025. Átakið er á vegum Umhverfis-, orku og
loftslagsráðuneytisins.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Ragnari Guðmundssyni og Ásu Valdísi Árnadóttur að
vinna að málinu.
9. Skoðunarferð í nýja íþróttamiðstöð
Í lok fundar fór nefndin í skoðunarferð um nýja viðbyggingu íþróttamiðstöðvar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:40