Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

1. fundur 14. febrúar 2011 kl. 13:00 - 14:40 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Böðvar Pálsson fyrir hönd hreppsins
  • Áslaug Guðmundsdóttir húsvörður
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitastjóri
  • Guðmundur Jóhannesson fyrir hönd ungmennafélagsins
  • Kristín Karlsdóttir fyrir hönd kvenfélagsins og
  • Hörður Óli Guðmundsson fyrir hönd hreppsins.
Hörður Óli Guðmundsson

Nefndin skipti með sér verkum:  Ingibjörg formaður, Hörður ritari.

1.  Fundargerð síðasta fundar lesin upp.

2.    Framkvæmdir:  10 milj. áætlaðar til framkvæmda á ári næstu 3 ár.  Skipta á  um glugga í vor og sumar. Tæknimaður hreppsins undirbýr það verk. Mála baksviðs og svið, laga þakpappa í kringum niðurfall á þaki.  Klæðningu verður að hugsa samhliða  hugsanlegri viðbyggingu í sambandi við stækkun skólans.

Búnaður innan húss: Húsvörður tekur að sér að endurnýja borðbúnað og hnífapör, 250 skykki. Fjármunir áætlaðir í það í fjárhagsáætlun.

3.  Verðskrá rædd: hún er síðan 2009, þarf að vera í takt við önnur sambærileg hús á svæðinu. Verðskrá liggur frammi á gogg.is.

4.  Yfirlit yfir notkun hússins. Húsvörður fór yfir notkun hússins. Húsið er vel nýtt frá jólum og framá haust. Brúðkaup,fermingar og ættarmót um hverja helgi frá vori til hausts, nokkuð um lausan tíma að haustinu.

5.  Önnur mál:  Þarf að fá myndefni frá Böðvari Stefánssyni. Hann á efni frá ýmsum skemmtunum í húsinu. Samþykkt að bjóðast til að hjálpa honum við að setja efnið yfir á DVD form.

Getum við bætt efni síðunnar?