Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

2. fundur 12. júní 2012 kl. 13:00 - 14:15 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Böðvar Pálsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hörður Óli Guðmundsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðmundur Jóhannesson fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Áslaug Guðmundsdóttir húsvörður Félagsheimilisins Borgar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hörður Óli Guðmundsson.

1.         Endurnýjun á borðbúnaði.

Búið er að endurnýja borðbúnað. Keyptur var borðbúnaður fyrir 250 manns.

2.         Framkvæmdir utanhúss.

       Frestað verður framkvæmdum utan húss þar til framkvæmdum við nýja skólann er lokið. Í framhaldi af endurnýjun eldhúss ætti að huga að lagfæringum á ytrabyrði Félagsheimilisins, laga múrhúð eða klæða með viðhaldsfríri klæðningu og  skipta um glugga. Eru nefndarmenn á einu máli um að útlit Félagsheimilisins verði að vera þannig að það njóti sín vel og skeri sig frá húsunum í kring.

3.        Framkvæmdir innanhúss.

       Þörf er á að endurnýja dúka og stóla. Snyrtiaðstöðu fyrir fatlaða sárvantar.

 4.    Leiga á húsinu.

       Ekki verður hægt að leigja húsið út eftir páska 2013 og fram til loka ágúst það sama ár, vegna framkvæmda við nýtt eldhús. Elda þarf í skólabörn í tvo mánuði, apríl og maí annarsstaðar, hugsanlega er hægt að elda fyrir leikskólabörn upp í leikskóla.

 

Getum við bætt efni síðunnar?