Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

3. fundur 26. janúar 2015 kl. 16:00 - 17:40 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ágúst Gunnarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.         Ásýnd.

Rætt var um útlit hússins að utan og hvað þarf að gera fyrir það. Húsnefndin er sammála um að húsið eigi að vera í sama stíl og hin húsin í kring en nauðsynlegt að hornin haldi sér. Eins er það mat húsnefndar að liturinn á húsinu verði svipaður og sundlaugin, stjórnsýsluhúsið og skólinn en þó að það skeri sig aðeins úr. Húsnefnd óskar eftir að Tæknisvið Uppsveita geri kostnaðaráætlun það sem þarf gera fyrir húsið að utan og komi með tillögur um hvaða efni á að setja utan á húsið. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru settar 30 milljónir í Félagsheimilið Borg árið 2015 og 20 milljónir árið 2016.

 2.         Búnaður.

            Sveitarstjóri sagði frá því að vinna við eldhúsið stæði yfir og það yrði klárt fyrir sumarið. Rætt var um eldhúsið og þau tæki sem þyrfti að kaupa og ekki kaupa. Matar og kaffistell er tiltölulega nýlegt og  ekki þörf á að endurnýja það. Spurning hvort endurnýja þurfi eldavélina eða hvort þurfi annan ofn til að anna húsinu í stað stórrar eldavélar.

Í pöntun eru 8 stk. af 8 manna borðum og er ljóst að borðin þarfnast einhverrar endurnýjunar. Vel er hægt að kaupa nokkur borð á ári eða annað hvert ár. Þá endurnýjast þau á löngum tíma og ekki eins mikill kostnaður í einu lagi. Hins vegar er töluverð þörf á að endurnýja stóla hússins og er það kostnaður á bilinu 5-7 milljónir. Miðað við það fjármagn sem sett er í fjárhagsáætlun fyrir húsið er ljóst að ekki verður af stóla kaupum þetta árið en mögulega á því næsta.

 3.        Húsvörður.

            Eftir að nýtt skólahúsnæði hefur verið tengt við stjórnsýsluhúsið og Félagsheimilið Borg hafa orðið töluverðar breytingar á að sjá til þess að öll húsin séu lokuð og læst. Húsið er í raun orðið að einu húsi og því eru línur ekki nægjanlega skýrar um hvað er hvurs. Sveitarstjóri sagði frá því að húsvörð vantaði í skólann og stjórnsýsluhúsið og því spurning hvort ekki sé hentugt og að úr því verði starf að hafa einn húsvörð yfir öllum húsum. Viðkomandi húsvörður sér þá um að opna allar byggingar að morgni, moka snjó frá hurðum, sinna minni háttar viðhaldi og loka öllum húsum á kvöldi og setja kerfið á. Húsnefnd tekur undir hugmynd sveitarstjóra og leggur til að sveitarstjórn geri viðeigandi skipulagsbreytingar.

 4.        Afmæli.

            50 ára afmæli Félagsheimilisins er þann 19. febrúar 2016 og nauðsynlegt að gera eitthvað í tilefni dagsins. Laugardagurinn fyrir eða eftir afmælisdag væri kjörinn og að afmælið yrði fjölskylduvænt. Leikritið maður og kona var sýnt í kjölfar vígslu hússins á sínum tíma og er það mat nefndarinnar að tilvalið verði að sýna hluta úr því verki á afmælinu. Árshátíð Kerhólsskóla er öllu jafna í mars og því hugmynd hvort Kerhólsskóli vilji setja upp hluta úr verkinu til að sýna á afmælinu. Helgu falið að ræða við Sigmar skólastjóra. Kvenfélagið gæti séð um gott veislukaffi og er Sirrý falið að ræða það við kvenfélagskonur. Aðrir nefndarmenn fara í að safna myndum og upplýsingum um sögu hússins sem yrði hengt upp í tilefni dagsins.

 5.        Önnur mál.

            Rætt var um að hljóðkerfi hússins þarfnast skoðunar, það er ekki að virka sem skildi og eins er hljóðið að detta út þegar fólk er komið í húsið. Rætt var um hvort hljóðspjöld myndu laga þetta eitthvað þar sem þau eiga að draga úr kliðnum sem myndast. Húsnefndin leggur til að Magnús Kjartansson verði fengin til að skoða hljóðkerfið og hvað er til úrbóta.

Getum við bætt efni síðunnar?