Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

5. fundur 29. apríl 2015 kl. 20:00 - 22:00 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ágúst Gunnarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.         Ásýnd hússins.

Farið var yfir litaprufur af Steni klæðningu á húsið.

Húsnefnd félagsheimilisins Borgar leggur það til við sveitarstjórn að meðfylgjandi litur af Steni klæðningu verði notaður á veggina og meðfylgjandi litaprufa af álkæðningu verði notuð á þakkanta, horn, vatnsbretti og glugga. Einnig leggur nefndin til að gluggarnir verði heilir þ.e. þar sem opnanleg fög eru og þurfa að vera, verði heil opnanleg fög. Stafirnir „Félagsheimilið Borg“ verði notaðir áfram og hafðir á sama stað og þeir eru og að sambærilegir stafir verði gerðir í stóru fyrir „Borg“. Húsnefnd óskar eftir að skoðað verði með glugga í fatahenginu hvort þörf sé á að hafa hann.

 2.        Afmæli.

Antonía Helga sagði frá því að leikfélag ungmennafélagsins hefði verið endurvakið s.l. mánudag og þar hefði verið rætt um að setja upp leikritið Mann og konu í tilefni 50 ára afmælis hússins. Verkið þykir langt og þungt og því rætt um að setja aðeins upp lítinn kafla úr verkinu og vera með eitthvað léttara og styttra verk á afmælishátíðinni. Á fundi leikfélagsins var skipuð nefnd til að útfæra þetta og mun húsnefndin fylgjast með þeirri vinnu.
Ingibjörg sagði frá samskiptum sínum við Héraðsskjalasafn Árnesinga vegna fundargerða, mynda og fleiri gagna sem tengjast húsinu. Á safninu er til eitthvað af efni og mun Ingibjörg fara á safnið til að skoða gögnin og fá afrit af sumum þeirra.

Getum við bætt efni síðunnar?