Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

6. fundur 08. desember 2015 kl. 15:30 - 17:00 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ágúst Gunnarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Elín Lára Sigurðardóttir húsvörður
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.        Húsvörður.

Sveitarstjóri kynnti nýráðinn húsvörð við Félagsheimilið Borg, Stjórnsýsluhúss og Kerhólsskóla. Húsnefndin býður Elínu Láru Sigurðardóttur velkomna til starfa.

 2.        Húsbúnaður, ásýnd og starfsemi hússins.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi útboð á klæðningu hússins og gluggaskipti. Jafnframt sagt frá því að búið væri að mála húsið að utan og til stæði að mála lítilsháttar innandyra. Búið er að panta nýja stóla í húsið og verið er að athuga með nýtt hljóðkerfi í húsið. Parketið í salnum og á sviðinu verður slípað og lakkað milli jóla og nýjárs.

Rætt var um meiri tekjuöflun fyrir húsið t.d. með því að sýna viðburði á skjá, opið hús og fleira.

 3.        Afmæli.

Rætt var um afmælisveislu hússins og hvað þarf að gera fyrir afmæli. Aðalkostnaðarliðurinn í afmælisveislunni er í veitingunum, þ.e. í hráefniskaupum. Húsnefndin óskar eftir að sveitarfélagið komi að þeim þætti og greiði hráefniskostnað.

Komið hefur ósk frá Leikfélaginu Borg um að afmælisveislan verði dagsett vegna frumsýningar á leiksýningunni. Samþykkt er að afmælisveisla Félagsheimilisins Borgar verði haldin laugardaginn 27. febrúar 2016.

Getum við bætt efni síðunnar?