Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

10. fundur 10. apríl 2017 kl. 15:00 - 16:45 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ágúst Gunnarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Elín Lára Sigurðardóttir húsvörður
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.        Aðstaða félaganna í kjallara hússins.

Á fundinn komu Guðný Tómasdóttir og Ragnhildur Ýr Gunnarsdóttir f.h. Leikfélagsins Borgar. Umræður voru um herbergin í kjallara félagsheimilisins til nýtingar fyrir félögin. Farið var í vettvangsferð í kjallarann og staðan metin. Samþykkt var að fulltrúar frá félögunum þremur ásamt fulltrúa frá sveitarfélaginu hittist eitthvert kvöldið og taki til í kjallaranum, hendi því sem ónýtt er og endurskipuleggi rýmin þannig að öll félögin komist fyrir með aðstöðu í kjallaranum.

 2.        Framkvæmdir við húsið á árinu.

Sveitarstjóri fór þær framkvæmdir sem sveitarstjórn setti í fjárhagsáætlun ársins fyrir húsið. Búið er að panta nýja glugga í  neðri hæðina og fá verktaka til að skipta. Gluggaskiptin munu fara fram upp úr miðjum ágúst.

 3.        Íbúð félagsheimilisins.

Sveitarstjóri fór yfir þær framkvæmdir sem verið er að gera í íbúð félagsheimilisins og að búið er að leigja hana út frá og með 1.maí n.k.

 4.        Önnur mál.

a)      Rætt var um leigu á félagsheimilinu til minni viðburða svo sem beinar útsendingar á íþróttaviðburðum, tónleikum og fleiru. Gjaldskrá hússins hljóðar upp á 5.000 kr. fyrir tímann og lágmarks leiga er 5 klst., samtals því 25.000 kr. húsaleiga fyrir svona viðburð. Húsnefndin beinir því til sveitarstjórnar að endurskoða gjaldskránna.

b)      Húsvörður sagði frá því að í byrjun júní yrði gólfið í sal hússins létt slípað til viðhalds.

Getum við bætt efni síðunnar?