Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

11. fundur 18. september 2018 kl. 16:00 - 17:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Steinar Sigurjónsson fulltrúi sveitarstjórnar í fjarveru Guðnýjar Tómasdóttur
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Elín Lára Sigurðardóttir húsvörður
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.        Staða hússins.

Formaður fór yfir hvað hefur verið gert til viðhalds á húsinu og búnaði þess síðustu ár. Heilmikið hefur verið endurnýjað af búnaði hússins svo sem stólar, borð, dúkar, hljóðkerfi, matarstell auk annarra minni hluta. Einnig var skipt um glugga í húsinu sumrin 2016 og 2017. Nýtt eldhús tekið í notkun 2015 og húsið málað að utan sama ár. Nefndarmenn sammála um að húsið væri í ágætu ásigkomulagi.

 2.        Gólfefni í anddyri og kaffistofu.

Fyrir liggur að gólfteppið í anddyri og kaffistofu hússins er ónýtt og ljóst að þörf er á að skipta um gólfefni. Lagðar voru fram prufur af teppum, parketi og dúk. Jafnframt voru lögð fram tilboð í gólfefnin og lagningu þeirra. Nefndin var sammála um að vilja hafa teppi áfram, það væri hlýlegra og flottara. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tilboði ETC ehf. í polyamid teppi í bláum lit. Jafnframt óskar nefndin eftir að framkvæmdin verði eins fljótt og auðið þar sem slysahætta hefur skapast af gamla teppinu.

 3.        Fjárhagsáætlun 2019.

Rætt var um hvort breyta þyrfti útleigu hússins fyrir stærri veislur og láta starfsmann fylgja með í uppvaskið. Mikið er um að uppþvottavélin sé ekki rétt notuð og því verður leirtauið ekki hreint við þvott í vélinni. Mikil aukavinna er við að athuga leirtauið og þvo það aftur. Húsnefndin leggur til við sveitarstjórn að breyta gjaldskrá hússins fyrir  stærri veislur og gera ráð fyrir starfsmanni í uppvask inn í leiguverðinu.

Jafnframt óskar húsnefndin eftir að sveitarstjórn setji fjármuni í fjárhagsáætlun næstu ára til áframhaldandi viðhalds.

Fyrir fjárhagsárið 2019 verði settir fjármunir í áætlun til að mála salinn og laga rennur utan á húsinu, einnig fjármunir til kaupa á teppahreinsivél, flatskjá og búnaði til að snúa skjávarpanum.

Fyrir fjárhagsárið 2020 verði settir fjármunir í klæðningu utan á húsið.

Getum við bætt efni síðunnar?