Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

15. fundur 21. ágúst 2020 kl. 12:30 - 13:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Steinar Sigurjónsson fulltrúi sveitarstjórnar í fjarveru Guðnýjar Tómasdóttur
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Staða húsvarðar.

Sveitarstjóri upplýsti húsnefnd um ákvörðun sveitarstjórnar um breytingar á útleigu og fyrirkomulagi í rekstri hússins. Félagsheimilið Borg verður tekið úr leigu á almennum markaði og fór sveitarstjóri yfir framkvæmd þeirra breytinga.

 2.  Önnur mál.

Farið var yfir og ræddar þær viðhaldsframkvæmdir sem búnar eru og einnig farið yfir þau tækjakaup sem gerð hafa verið

Getum við bætt efni síðunnar?