Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

16. fundur 02. nóvember 2020 kl. 19:30 - 20:50 Fjarfundarbúnaður
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Steinar Sigurjónsson ábyrgðarmaður félagsheimilisins
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Fjárhagsáætlun 2021-2024.

Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árin 2021 – 2024. Veitunefnd var falið að taka saman og kostnaðarmeta fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar sveitarfélagsins. Húsnefndin fór yfir og ræddi þau verkefni sem nefndin leggur til að ráðist verði í næstu árin. Settur var upp listi um nokkur minni háttar atriði sem ekki er talin þörf á að setja í fjárhagsáætlun og að auki var fyllt út skjal veitunefndar um fjárfestingar næstu ára. Þessi tvö skjöl eru fylgiskjöl þessarar fundargerðar.

2.  Önnur mál.

Rædd voru hljóðvistarmál í húsinu og Steinari falið að ræða það við Hljóð-X næst þegar hljóðkerfið verður stillt.

Getum við bætt efni síðunnar?