Húsnefnd félagsheimilisins Borg
1. Fjárhagsáætlun 2022-2025.
Rætt um fjárfestingar ársins 2022, búið er að kaupa ný tjöld á svið félagsheimilisins. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2022 voru ný borð á lista þess sem á að kaupa inn á árinu, farið yfir valkosti sem í boði eru.
Hugmyndir fyrir fjárhagsáætlun næsta árs eru á þá leið að keypt verði ræðupúlt með merki sveitarfélagsins á, ekki hvað síst vegna þess að sveitarfélagið verður 25 ára árið 2023 og eldra ræðupúlt komið til ára sinna.
Rætt var um að skoða þyrfti endurnýjun á kerfislofti í sal félagsheimilisins og ábyrgðarmanni falið að skoða það fyrir hönd nefndarinnar.
Þörf er á að skoða merki um raka í veggjum hússins ásamt því að lagfæra þarf vængjahurð í kaffistofu.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 16:40.