Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

20. fundur 07. apríl 2025 kl. 15:00 - 16:04 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir formaður sveitarstjóri
  • Steinar Sigurjónsson ábyrgðarmaður félagsheimilisins og varamaður í fjarveru Guðmundar Jónssonar
  • Karl Þorkelsson
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sandra Gunnarsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Einar Bjarnson yfirmatráður – var fjarverandi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Fjóla Steindóra Kristinsdóttir

1. Endurnýjun á gólfefni í sal

Steinar fór yfir mismunandi efnisval á gólfefni, kosti og galla. Búið er að fá verktaka í verkið fyrir sumarið. Sveitarstjórn hefur nú þegar samþykkt að flýta verkinu. Tímasetning eru fyrirhuguð eftir sautjánda júní og verklok fyrir verslunarmannahelgi.

Nefndin samþykkir að pantað verði quick step efni frá Harviðarval, lagt er til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu nefndarinnar.

2. Önnur mál

Rætt um framtíð Félagsheimilisins Borgar og leigu á sal.

Nefndin leggur til að allir skoði hvernig leigu er háttað í öðrum sveitarfélögum. Næsti fundur bókaður 5. maí þar sem framtíð hússin verður rædd frekar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 16:04.

Getum við bætt efni þessarar síðu?