Húsnefnd félagsheimilisins Borg
1. Endurnýjun á gólfefni í sal
Steinar fór yfir mismunandi efnisval á gólfefni, kosti og galla. Búið er að fá verktaka í verkið fyrir sumarið. Sveitarstjórn hefur nú þegar samþykkt að flýta verkinu. Tímasetning eru fyrirhuguð eftir sautjánda júní og verklok fyrir verslunarmannahelgi.
Nefndin samþykkir að pantað verði quick step efni frá Harviðarval, lagt er til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu nefndarinnar.
2. Önnur mál
Rætt um framtíð Félagsheimilisins Borgar og leigu á sal.
Nefndin leggur til að allir skoði hvernig leigu er háttað í öðrum sveitarfélögum. Næsti fundur bókaður 5. maí þar sem framtíð hússin verður rædd frekar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 16:04.