Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

1. fundur 01. nóvember 2010 kl. 11:00 - 13:00
Nefndarmenn
  • Sigríður E. Sigmundsdóttir formaður
  • Særún Stefánsdóttir
  • Hólmfríður Árnadóttir
Hólmfríður Árnadóttir
  1. Sveitastjóri Ingibjörg Harðardóttir tók á móti nefndarmönnum á fyrsta fundi og kynnti starf nefndar og afhenti erindisbréf. Hún útskýrði einnig í hvaða farvegi sorpmál sveitarfélagsins eru.
  2. Formaður Sigríður E. Sigmundsdóttir tók við fundarstjórn og fór yfir erindisbréf okkar og ræddi um þau verkefni sem falla undir nefndina.
  3. Samkomulag var um að byrja starf nefndarinnar á því að gera drög að tillögum um stefnumörkum á sviði umhverfismál sbr lið 3 í erindisbréfi.
  4. Formaður sagði frá fundi þeim sem hún sat föstudag sl: Ársfundur Umhverfisstofnunar og nátturuverndarnefnda sveitarfélaga. Hún fékk margar hugmyndir þar og lagði hún fram nokkra punkta sem hún taldi að þyrftu að koma fram í stefnumörkun.

 Drög að stefnumörkun:

FEGRUN
Borgarsvæðið umhverfið þar í kring
Gámasvæði
Atvinnusvæði
Sumarbústaðafélög/svæði
Tjaldsvæði
Sveitabýli
Fegrunardagur einu sinni á ári
Tiltektarvika árlega
Umhverfisverndardagur
Vinnuskólinn
Umhverfisverðlaun
Þetta eru liðir sem verða skoðaðir nánar og nefndarmenn kynna sér hvað gert hefur verið og hvar mál eru stödd í kerfinu áður en þessir liðir verða unnir betur.

SORPMÁL
Stefnt verði að fullu flokkunarkerfi í öllu sveitarfélaginu
Umhverfi á gámasvæðum verði haldið snyrtilegum og aðgengilegu
Sorpmál verði aðlagað Staðardagskrá 21

STAÐARDAGSKRÁ 21  
Stefnt verði að því að sveitarfélagið gerist  fullgildur aðili að Staðardagskrá 21           
Hugmyndin bak við staðardagskrá 21 er sú að samfélagið geti staðið á þremur fótum sem eru:

Félagsleg þróun; stuðla að sjálfsþurft, uppfylla frumþarfir, auka jafnræði, tryggja þátttöku, nota viðeigandi tækni
Efnahagsleg þróun; viðhalda hagvexti, hámarka einkahagnað, þróa markað, úthýsa kostnaði
Vistfræðileg þróun; virða þolmörk, vernda og endurvinna, draga úr úrgangi.

FRÁVEITUMÁL
Nefndarmenn verða að kynna sér hvar sveitarféalgið er statt í þessum málaflokki til að marka stefnu

LÚPÍNA
Stoppa ágang lúpínu þar sem viðkvæmur lynggróður hverfur undan ágangi hennar.
Fræðsla um uppgræðsluhlutverk lúpínu og skaðsemi á íslenskan gróður

 NÁTTÚRUVERND
Göngustígar
Reiðstígar
Utanvegaakstur
Náttúruperlur í sveitarfélaginu
Sögufrægir/sögulegir staðir
Skilti

     i.      Fróðleikaskilti
     ii.      Söguskilti
     iii.      Náttúruminjar

 Þessi drög eru fyrsta vinna og eiga nefndarmenn eftir að kynna sér hvar sum mál eru stödd, hvernig nefndarstörf skarast í sumum málaflokkum . Uppröðun á flokkunum er ekki endanleg hér og eiga eftir að breytast eftir vægi þeirra.
Fleira var ekki tekið fyrir á þessum fyrsta fundi.
Næsti fundur verður fljótlega

Getum við bætt efni síðunnar?