Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

15. fundur 13. júní 2019 kl. 17:00 - 18:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Helga Haraldsdóttir formaður
  • Jónas Hallgrímsson
  • Sonja Jónsdóttir
Helga Haraldsdóttir Formaður
  1. Bókun sveitarstjórnar um tilnefningu fulltrúa úr umhverfisnefnd í stýrihóp sveitarstjórnar um sorpmál í sveitinni.
    Jónas Hallgrímsson verður fulltrúi okkar í stýrihópnum.

  2.  Innlegg okkar í samfélagsstefnu Grímsnes og Grafningshrepps.
    Umræður um innlegg umhverfisnefndar í fyrirhugaða samfélagsstefnu sveitarfélagsins eftir íbúaþing
    Hreinsunardagar – tillaga nefndarinnar er að hafa hreinsunarviku að vori, þar sem allir íbúar sveitarfélags tækju þátt og sem myndi enda með einhverskonar uppbroti t.d. tengdu „Borg í sveit“ - hugmynd okkar er að skipuð yrði undirbúningsnefnd í tengslum við þetta og að einn fulltrúi úr hverri nefnd myndi skipa hana. Þessi nefnd myndi undirbúa viðburð í aðdraganda Borg í sveit, t.d. varðeld, söng, ratleik, grill eða önnur skemmtiatriði. Tengja mætti viðburði menningarveislu Sólheima við Borg í sveit.
    -Brýn þörf er á að vekja alla íbúa, og sumarhúsaeigendur, til vitundar um umhverfisvernd og flokkun sorps– það er að mati nefndarinnar ákjósanlegasta leiðin til árangurs. Finna þarf leiðir til þess, með fræðslu og kynningu.
    -Umhverfisnefnd leggur til að tjaldsvæðið á Borg taki upp flokkunartunnur- (selja poka og hafa flokkunargáma) að mati nefndarinnar gæti þetta verið nokkurskonar þróunarverkefni sem gæti orðið fyrirmynd fyrir sumarhúsafélög í sveitarfélaginu.
Getum við bætt efni síðunnar?