Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

2. fundur 23. nóvember 2010 kl. 13:00 - 14:00
Nefndarmenn
  • Sigríður E. Sigmundsdóttir formaður
  • Særún Stefánsdóttir
  • Hólmfríður Árnadóttir
Hólmfríður Árnadóttir

1. Í upphafi fundar var sveitarstjóri spurður um nokkur atriði

a) .Göngustígar. Upplýst var að hestamenn ráða hvar reiðstígar eru lagðir. Þeir fá styrk frá Landsambandi hestamanna og sveitarfélag greiðir svo á móti.

b) Staðir sem þarf að skoða m.t.t. náttúruverndar eða sértakra merkinga.Spurt var um hvort til væri samantekt af sögufrægum stöðum eða stöðum sem hafa sérstakar náttúruminjar. Upplýst vara að til eru tvær bækur Sunnlenskar byggðir sem segir frá jörðum og merkilegum stöðum og bókin Grímsnes, búendur og saga. Í þessum bókum mætti finna eitthvað um áhugaverða og sögufræga staði. Benda má einnig á nýja bók Gönguferðir í fótspor biskupanna (?).

c) Sveitastjóri upplýsti okkur um að til stæði að gefa út dagatal þar sem sagt er frá fyrirtækjum í sveitarfélugunum.

 2. Rætt var um að prenta út kafla úr Staðardagskrá 21 til að hafa sem vinnuplagg fyrir nefndina.

 3.Stefnumótun. Unnið var áfram að fylla inn í kaflana sem byrjað var á síðasta fundi. 1. Fegrun: a) … á svæðinu kringum verslun verði plantað gróðri-einkum fallegum lággróðri vel hirtu í takt við reglur Vegagerðarinnar. Fyrirhugað golfsvæði við afleggjara að Sólheimum er til mikillar lýti og nauðsynlegt að hefta þar jarðvegsfok.  (þar sem moldrok liggur yfir öllu verslunarsvæðinu og mun víðar þegar strekkingsvindur er.)  Fyrirtæki eru nokkur á svæðinu kringum verslunina  (og alltaf er hætta á að kringum þau safnist dót og drasl sem er sveitarfelaginu til lítillar prýði fyrir vegfarendur en um veginn fara þúsundir manna daglega.) Kringum þau verði settur sígrænn gróður sem hylur svæðin allan ársins hring.

Fram kom að mikið af fræi sem ætlað var á golfvöllinn liggur undir skemmdum. Einnig kom fram að þarna liggja einnig gervigrasrúllur á fleiri hundruð fermetra. b) Gámasvæði…  Gámasvæðum verði haldið snyrtilegum með plöntun trjáa. c) Sumarbústaðafélög/svæði… Sveitarfélagið hafi eftirlit með að öllum svæðum verði haldið snyrtilegu og komi með ábendingar og leiðbeiningar þar um.

 2. Sorpmál. Bætt verði við liðina  b) …með plöntun trjáa.   d) endurnýting trjáúrgangs. Gert verði ráð fyrir á svæðinu að tekið verði á móti  annars vegar trjáklippingum og hins vegar  garðaúrganngi.

 Þessi svæði þurfa að vera vel afmörkuð og aðgengileg. Trjágreinar má síðan kurla annað hvert ár e.t.v. í samvinnu við önnur sveitarfélög og selja kurl og skapa þannig tekjur. Sama má gera við annan garðaúrgang sem notaður verði í moltugerð og seldur.

 Fleira náðist ekki á þessum fundi.

Getum við bætt efni síðunnar?