Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

3. fundur 15. mars 2011 kl. 11:00 - 13:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Sigríður E. Sigmundsdóttir formaður
  • Særún Stefánsdóttir
  • Hólmfríður Árnadóttir
Hólmfríður Árnadóttir
  1. Fundargerð var lesin og samþykkt.
  2. Erindi barst frá Hallgrími Sigurðsyni
    1. Lagt var fram bréf þess efnis að falast eftir landsvæði 4-6 hektara til að byggja upp  afþreyingar og skemmtigarð þar sem m.a. yrði boðið upp á  paintball- og leisertagvelli, þrautagarð, minigolf, klifurvöll, hafnarboltavöll og grillhús ásamt fleirru.
    2. Nefndarmönnum þykir hugmyndin allrar athygli verð en benda þó á að slíkur garður má ekki valda umhverfisspjöllum, hávaða né öðru ónæði fyrir sumarbústaðafólk sem er komið í sveitina til að njóta næðis og ró frá skarkala borgarlífsins. Nefndin bendir ennfremur á að þetta erindi fellur ekki undir þessa nefnd fyrr en sveitarstjórn hefur gefið sitt leyfi fyrir slíkum garði. Þá kemur til kasta þessarar nefndar að skoða umhverfisáhrif. Erindi vísað til sveitarstjórnar.
  3. Haldið var áfram með vinnu að stefnumörkun (sjá fylgiskjal)og voru tekin fyrir kaflar um fegrun á tjaldsvæði, sveitabýli, fegrunardag o.fl.  Formaður (Lísa) tók að sér að kanna í hvaða farvegi fegrunardagar hafa verið í sveitafélaginu, einnig tók hún að sér að prenta út kafla úr Staðardagskrá 21 til þess að hafa sem vinnuplagg fyrir okkur í nefndinni.

 Fleira náðist ekki á þessum fundi. Næsti fundur var ákveðinn 28. mars kl 10.30

 

Getum við bætt efni síðunnar?