Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

6. fundur 06. október 2014 kl. 20:30 - 22:30 Hagi
Nefndarmenn
  • Ragna Björnsdóttir
  • Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson formaður
Hörður Óli Guðmundsson

1.        Farið var yfir sorphirðu í sveitarfélaginu.

Hörður kynnti flokkunarkerfið og magn tölur skoðaðar. Samningur við verktakann rennur út í ágúst 2015 og þarf að fara að undirbúa nýtt útboð. Umhverfisnefndin ætlar að vinna tilllögur að skilmálum í nýju útboði.

 2.        Flokkun plasts.

Hörður kynnti hugmyndir verktakans sem sér um sorphirðu um flokkun og hirðingu plasts frá heimilum. Nefndarmenn tóku vel í hugmyndirnar. Mikilvægt er að kynna vel þessa nýbreytni, komi hugmyndirnar til framkvæmda, bæði með fjölpósti og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 3.        Umhverfisstefna.

Vinna þarf umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið og verður það verkefni nefndarinnar í vetur.

 4.        Heimasíða.

Bæta þarf upplýsingar um umhverfismál inn á heimasíðu sveitarfélagsins.

 5.        Grímstorg.

Planta blómum á Grímstorg. 

 

Getum við bætt efni síðunnar?