Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

10. fundur 10. maí 2016 kl. 20:00 - 20:00 Stangarlæk
Nefndarmenn
  • Hörður Óli Guðmundsson formaður
  • Ragna Björnsdóttir
  • Eva Guðbjartsdóttir
Ragna Björnsdóttir

1.        Umhverfisverðlaun.

Umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélag Grímsnes- og Grafningshrepps afhendi umhverfisverðlaun á viðburðinum Borg í sveit, sem nú verður haldinn öðru sinni. Nefndin vonar að umhverfisverðlaun hvetji íbúa sveitarfélagsins til þess að huga að nærumhverfi sínu og umhverfismálum í sveitarfélaginu, um leið og þau verði þeim er hlýtur viðurkenning og frekari hvatning til góðra verka í þágu umhverfisins.

Það er einróma álit nefndarinnar að íbúar Sólheima skuli hljóta umhverfisveðlaun Grímsnes- og Grafningshrepps árið 2016. Sólheimar er byggðalag sem starfar eftir markmiðum sjálfbærra byggðalaga og taka allir íbúar Sólheima þátt í því að skapa sjálfbært samfélag.

 2.        Tekið var fyrir erindi frá nemendum grunnskóladeildar Kerhólsskóla.

„Við nemendur í grunnskóladeild Kerhólsskóla unnum í vetur verkefni um flokkun, endurvinnslu, endurnotkun og endurnýtingu sorps. Í tengslum við verkefnið fórum við í vettvangsferð á gámasvæðið við Seyðishóla. Við fórum með spurningar sem við höfðum útbúið og ímyndaða hluti sem við ætluðum að losa okkur við. Í ferðinni skráðum við niður ýmislegt sem okkur þótti betur mega fara á gámasvæðinu og sendum athugasemdir og ábendingar til umhverfisnefndar í von um að þær verði nýttar til þess að bæta gámsvæðið.“  Sjá fylgiskjal.

 Umhverfisnefnd fagnar því að nemendur Kerhólsskóla skuli koma þessu á framfæri við nefndina og kemur erindinu áfram til sveitarstjórnar

    Fylgiskjal

  Það sem betur má fara:

 Taka upp ruslatunnur sem liggja á jörðinni.

 Það vantar merkingar á suma gáma.

 Það vantar gáma fyrir lífrænt sorp.

Það er mikið af plastsorpi úti í móa.

Það þarf að bæta skipulag og uppröðun á gámum og betri flokkun og umgengni

Fatagámurinn var of lítill.

 Það sem hægt er að gera til þess að bæta flokkunarsvæðið:

 Fræða fólk um svæðið og flokkunina.

 Bæta merkingar á gámum.

 Fjölga gámum og koma með eitthvað fyrir lífrænt sorp.

 Svæðið þarf að hreinsa.

 Það er hægt að setja fleiri upplýsingaspjöld við gámana.

 Endurraða gámum og fræða fólk betur eða leiðbeina því meira.

 Stækka fatagáminn eða bæta við fleiri fatagámum.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?