Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

11. fundur 27. júní 2017 kl. 20:00 - 21:00 Stangarlæk
Nefndarmenn
  • Hörður Óli Guðmundsson formaður
  • Ragna Björnsdóttir
  • Eva Guðbjartsdóttir
Ragna Björnsdóttir

1.        Umhverfisverðlaun.

Umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélag Grímsnes- og Grafningshrepps afhendi umhverfisverðlaun á viðburðinum Grímsævintýri sem haldinn er aðra helgina í ágúst ár hvert. Viðburðinn sækir stór hluti íbúa sveitarfélagsins og því vettvangurinn talinn kjörinn. Ákveðið að auglýsa í Hvatarblaðinu, sem gefið er út í byrjun júlí, eftir tilnefningum frá íbúum. Tilnefningar þurfa að berast í síðasta lagi þann 28. júlí. Nefndin telur mikilvægt að umhverfisverðlaun verði veitt þeim sem á einhvern hátt skara fram úr, sýna frumkvæði eða gott fordæmi á sviði umhverfis- og/eða náttúruverndarmála.

Fylgiskjal

Umhverfisverðlaun 2017 í Grímsnes- og Grafningshreppi

Tilnefningar óskast!

Í fyrra voru umhverfisverðlaun Grímsnes- og Grafningshrepps veitt í fyrsta skipti. Þau hlutu íbúar Sólheima fyrir það að taka þátt í að skapa sjálfbært samfélag og vera öðrum fyrirmynd og hvatning til   góðra verka í þágu umhverfisins.

Nú í ár óskar umhverfisnefnd eftir tilnefningum frá íbúum í sveitarfélaginu. Umhverfisverðlaun verða veitt þeim sem á einhvern hátt skara fram úr, sýna frumkvæði eða gott fordæmi á sviði umhverfis- og/eða náttúruverndar- mála.

Hafa ber í huga að tilnefna má einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök eða annað sem ykkur kanna að detta í hug.  Eina skilyrðið er að þeir/það/þau séu búsettir eða starfandi í sveitarfélaginu.

Tilnefningar þurfa að berast skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins í lokuðu umslagi merkt Umhverfisverð-laun 2017 fyrir 23. júlí eða á netfangið hordur@gogg.is fyrir föstudaginn 28. júlí. Endilega látið ykkar

röksemdir fylgja tilnefningunni. Umhverfisverðlaunin verða síðan veitt á Grímsævintýrunum þann 12. ágúst

næst komandi. Fulltrúar umhverfisnefndar vona að umhverfisverðlaun sveitarfélagsins hvetji íbúa,

fyrirtæki og félagasamtök til þess að huga að nærumhverfi sínu og umhverfismálum um leið og þau

verði þeim er hlýtur viðurkenninguna, frekari hvatning til góðra verka í þágu umhverfisins.

 Með sumarkveðju, umhverfisnefnd.

Getum við bætt efni síðunnar?