Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

7. fundur 19. september 2023 kl. 18:00 - 21:00 Hraunbraut 19
Nefndarmenn
  • Guðmundur Finnbogason formaður
  • Sigríður Kolbrún Oddsdóttir – í fjarveru Guðrúnar Helgu Jóhannsdóttur
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir tengiliður
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason.

1. Fundargerð síðasta fundar lesin og yfirfarin.
2. Ársfundur náttúruverndarnefnda 12. Október
Boð á ársfund hefur borist. Formaður býður nefndarfólki að skrá sig ef það getur. Fundinum verður streymt. Ekki er gert ráð fyrir að nefndarfólk fari en fundurinn er haldinn á Ísafirði.
3. Staða verkefna
Farið yfir stöðu þeirra verkefna sem að nefndin hefur verið með í vinnslu. Ákveðið að ítreka við sveitarstjórn nokkur af þeim verkefnum. Sérstaklega samráðsfund nefnda og fund sveitarstjórnar og nefndarinnar um Loftslagsstefnuna.
4. Sameiginlegur fundur umhverfis og loftslagsnefnda í Uppsveitum.
Lagt er til að blásið verði til sameiginlegs fundar umhverfis og loftslagsnefnda í Uppsveitunum. Á slíkum fundi gætu nefndirnar borið saman bækur sínar og lært hvor af annarri.
5. Rætt um frístundaakstur
Hugmyndum velt upp um möguleikann á að sveitarfélagið fjárfesti í 9 manna bíl sem að foreldrar gætu skipst á að aka í frístundakstri. Mikilvægt er að slíkur bíll væri rafknúinn.
6. Friðlýsingar
Rætt um hvort að nefndin ætti að hafa forgöngu um frekari friðlýsingar innan sveitarfélagsins.


Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 21:00.

Getum við bætt efni síðunnar?