Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

4. fundur 23. maí 2012 kl. 19:30 - 21:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Sverrir Sigurjónsson formaður
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Áslaug F. Guðmundsdóttir
Sverrir Sigurjónsson

1.        17. júní.

       Hátíðarhöldin verða með sama sniði og undanfarin ár, skrúðganga frá verlsuninni kl. 13:00, ávarp fjallkonu, og hátíðarræða í félagsheimilinu. Að því loknu grillar sveitarstjórnin pylsur og einhverjir leikir verða fyrir börn.

 2.        Leikir.

       Ólafur tekur að sér að panta verðlaunapeninga til að gefa börnum sem taka þátt í leikjum og ræða við björgunarsveitina um að vera með tæki sín til sýningar og stjórna skrúðgöngunni. Sverrir tekur að sér að ræða við fótboltastrákanna og fá þá til að stjórna leikjum fyrir börnin. Áslaug tekur að sér að sjá um að fána mál og þess háttar verði klárt fyrir 16. júní.

 3.        Annað.

       Rætt var um að reyna að fá að hafa jafnvel einhverja leiki í sundlauginni, ss koddaslag eða álíka líkt og gert er uppá Laugarvatni. Miklar umræður sköpuðust um hátíðarræðuna og hver skyldi flytja hana, engin niðurstaða fékkst í það mál en nefndarmenn ákváðu að leggja höfuðið í bleyti og vera komin með nöfn á næsta fundi sem áætlaður er 12. júní 2012.

Getum við bætt efni síðunnar?