Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

5. fundur 12. júní 2012 kl. 19:30 - 21:00 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Sverrir Sigurjónsson formaður
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Áslaug F. Guðmundsdóttir
Sverrir Sigurjónsson

1.        17. júní.  

       Sverrir staðfesti að strákarnir sem eru í fótboltaum ætla að sjá um leikjahald, Höddi í Haga ætlar að vera ræðumaður og að búið sé að panta 100 verðlaunapeninga til að gefa í leikina. Áslaug er búin að panta og finna til alla fána og trillur sem þurfa að vera til taks. Óli segir frá því að björgunarsveitin vilji ekki fara fyrir skrúðgöngunni, en muni líklega vera með tækin sín til sýnis. Ólafur og Sverrir ákveða að hittast kl 12:00 17. júní og blása upp blöðrur o.þ.h.

 2.        Hlutverk nefndarinnar.

       Nefndin vill beina þeim tilmælum til sveitarstjórnar að hlutverk nefndarinnar verði útlistað betur en að sjá einungis um 17. júní hátíðarhöld. Þá vill nefndin einnig vita hvort og þá hversu miklum fjármunum hún má ráðstafa í uppákomur á hennar starfssviði.

 3.        Aðstaða til íþróttaiðkunar.

       Nefndin óskar eftir því að sveitarstjórn sjá til þess að aðstaða til útiíþróttaiðkunnar, ss. fótboltavöllur og aðstöðu til frjálsra íþrótta verði útbúin sem allra fyrst.

 4.   Ungmennafélagið Hvöt

Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnar ungmannafélagsins Hvatar að ráðinn verði þjálfari til að hafa utanumhald með íþróttaæfingum bæði að sumri og vetri. Nefndin telur að hlúa þurfi vel að þeim einstaklingum sem vilja stunda íþróttir í sveitarfélaginu.

Getum við bætt efni síðunnar?