Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

16. fundur 07. október 2015 kl. 20:00 - 21:00 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Hugrún Sigurðardóttir formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson
Karl Þorkelsson

1.        Félagsvist.

            Rætt var um að prófa aftur að hafa félagsvist og hafa þrjú spilakvöld. Ákveðið var að fyrsta kvöldið yrði þann 18. nóvember, annað kvöldið 9. desember og svo lokakvöldið 20. janúar. Aðgangseyrir verði 500 kr. og fari í verðlaun.  

 2.    Aðventukvöld fyrir heldri borgara.

            Ákveðið var að halda aðventukvöld fyrir heldri borgara þann 12. desember og fá tónlistarmenn eða aðra skemmtikrafta til þess að koma fram. Hugrún tók að sér að tala við þá. Athuga með hvort sveitarfélag sé tilbúið að styrkja skemmtunina og greiða skemmtikröftunum, og einnig hvort sveitarfélagið geti séð um að útvega kaffi og meðlæti.

 3.      Foreldrafélag.

Rætt var um að tala við foreldrafélag um að starfsemi þess hefjist á sama tíma og skóli þar sem frekar seint er að byrja eftir aðalfund foreldrafélags, en hann er oftast haldinn þegar langt er liðið á haustið.

 4.             Fundur með æskulýðsfulltrúa sveitarfélagsins.

Ákváðum að reyna að finna tíma fyrir fund með Gerði Dýrfjörð æskulýðsfulltrúa sveitarfélagsins og athuga hvort hægt væri að tengja félagsmiðstöðina við yngri börn. Eldri börn hafa þó nokkuð um að velja eins og félagsmiðstöð, æskulýðsstarf kirkjunnar og björgunarsveit, en þau yngri hafa ekki neitt.  Eins var ákveðið að skoða hvort hægt sé að tengja skólasel betur við starfsemina með því að kynna íþróttir og tómstundir fyrir yngstu árgöngunum.

 4.      Opnunartímar í líkamsræktaraðstöðu.

Nefndin skorar á sveitarstjórn að skoða þann möguleika að breyta opnunartíma fyrir íbúa að líkamsræktaraðstöðu í íþróttahúsi. Áhugi er fyrir því að komast í líkamsrækt fyrir kl 14 á daginn.

  5.      Brettarampur.

Æskulýðsnefnd vill fá að vita hvort samþykki sé fyrir að setja upp brettaramp og útbúa leiksvæði fyrir börn á Borg og finna því framtíðarsvæði. Rætt var hvort svæði fyrir aftan sparkvöll gæti hentað. Skorum á sveitarstjórn að taka þetta fyrir og gefa út ákvörðun um hvort og hvenær þess megi þá vænta.

 6.      Sparkvöllur.

Að lokum vill æskulýðsnefnd skora á sveitarfélagið að skipta út  gúmmíi á sparkvelli og setja annað efni sem ekki er hættulegt heilsu barna. Sýnt hefur verið fram á að það gúmmí sem nú er notast við geti innihaldið krabbameinsvaldandi efni, en það þykir ekki boðlegt á stað þar sem börn dvelja oft löngum stundum.

Getum við bætt efni síðunnar?