Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

17. fundur 24. nóvember 2015 kl. 20:00 - 22:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Hugrún Sigurðardóttir formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson
  • Gerður Dýrfjörð
Karl Þorkelsson

1.        Ungmennaráð.

            Farið yfir samþykkt fyrir Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps og ákveðið var að Æskulýðs- og menningarmálanefnd myndi tilnefna tvo fulltrúa í ráðið og tvo til vara. Fulltrúarnir sem Æskulýðsnefnd tilnefnir eru á aldrinum 16-18 ára. Skoðaðar samþykktir frá öðrum sveitarfélögum og samþykktin löguð að Grímsnes- og Grafningshreppi.  Nefndin felur sveitarstjórn að fara yfir samþykktina og staðfesta hana, svo hægt sé að stofna ungmennaráð. Einnig var rætt um að skoða fyrirlestur sem hentað gæti fyrir ungmenni og foreldra, Gerður tók það að sér að skoða þau mál.

 2.    Aðventukvöld fyrir heldri borgara.

            Fyrirkomulag breyttist og verður aðventukvöldið haldið 5. desember.Bjarni mun koma og lesa sögu, ekki er búið að fá neinn í að spila tónlist og er það í athugun. Tala þarf við Ingu varðandi veitingar og útbúa þarf auglýsingu í Hvatarblaðið.

 3.      17. júní.

Rætt um að hittast eftir jól og ganga frá eftir 17. júní, þ.e.a.s telja það sem afgangs er og fara að undirbúa næstu skemmtun.

 4.      Önnur mál.

Æskulýðsnefnd fer fram á að sveitarstjórn finni framtíðarstaðsetningu fyrir leiksvæði, svo hægt sé að fara að vinna markvisst í að koma upp leiksvæði á Borg og leita styrkja við framkvæmdina.

 

Getum við bætt efni síðunnar?