Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

19. fundur 30. maí 2016 kl. 12:00 - 13:35 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Hugrún Sigurðardóttir formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson
Hugrún Sigurðardóttir

1.        17. Júní.

            Farið var yfir það sem var til af rellum, fánum og leitað að verðlaunapeningum. Búið að ganga frá hoppukastala og ákveðið að Hugrún og Steinar myndu sjá um að láta panta það sem vantar ásamt því að leita áfram að verðlaunapeningum. Panta þarf 40 rellur, 60 fána og 100 blöðrur. Karl ætlar að tala við Ingibjörgu um að björgunarsveitin muni sjá alfarið um hoppukastalann s.s. að sækja og skila. Hann ætlar jafnframt að tala við björgunarsveitina um að vera á svæðinu og græja hoppukastalann. Hugrún talar við Alice um að nemendaráð hjálpi til við undirbúning og frágang eins og gert var síðasta ári og spurning hvort hægt sé að nýta þetta sem fjáröflun fyrir elstu bekki grunnskólans. Rætt var um að fá samþykki til að leigja Candy floss vél sem elstu bekkir myndu sjá um að selja Candy floss úr. Leikir voru ákveðnir og ræða þarf við ungmennafélagið um hvort einhver á þeirra vegum taki að sér að sjá um leiki úti eins og pokahlaup og reipitog. Athuga hvort við getum fengið einhvern af þeim nýstúdentum sem við eigum í sveitinni til að flytja ræðu og að vera kynnir.  

Getum við bætt efni síðunnar?