Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

20. fundur 30. janúar 2017 kl. 12:00 - 12:45 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Hugrún Sigurðardóttir formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson
Hugrún Sigurðardóttir

1.        17. júní.

Farið var yfir það sem var til af rellum, fánum og verðlaunapeningum. Ákveðið að Karl sjái um að láta panta 2 hoppukastala. Hann ætlar jafnframt að tala við björgunarsveitina um að vera á svæðinu og græja hoppukastalann. Ákveðið að Hugrún og Steinar fara yfir það sem er til og  að láta panta það sem vantar. Rætt að ekki megi klikka neitt eins og að koma upp hoppukastala og passa betur upp á það skipulag.

 2.        Afþreying og tómstundir í boði.

            Farið yfir það sem er í boði eins og íþróttaskóla, frístundaklúbb og molastarf og almenn ánægja með það allt saman. Athuga hvort Gerður tómstunda og félagsmálafulltrúi sveitarfélagsins muni aftur útbúa bækling með því starfi sem er í boði 2017 því það var mjög gott að fá hann.

 3.        Forvarnarstefna sveitarfélagsins.

       Ræða við Gerði um forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið og einnig með að vinna með foreldrafélagi og æskulýðsnefnd að því að finna fyrirlestur fyrir foreldra og nemendur.

Getum við bætt efni síðunnar?