Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

22. fundur 30. mars 2017 kl. 12:00 - 12:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Hugrún Sigurðardóttir formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson
Hugrún Sigurðardóttir

1.        17. júní.

Farið yfir það sem á að panta. Karl búinn að panta hoppukastalana og á eftir að tala við björgunarsveit um að vera á svæðinu. Ákveðið að við mætum 40 mínútum fyrir dagskrá við íþróttahús að græja blöðrur og fána. Enn ekki búið að finna neinn til að vera með hátíðarræðu svo það þarf að halda áfram að leita að manneskju í það, allir vinna að því. Ákveðið að halda ekki annan fund fyrir 17. júní, þar sem allt er að verða klárt. Notum facebook síðu til að klára það sem er eftir sem er bara að finna ræðumann.

 2.        Forvarnarstefna sveitarfélagsins.

            Ræddum við Gerði um forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið og skoðuðum hverskonar fyrirlestur væri að henta hér. Engin niðurstaða kom í það og bauðst Gerður til að finna eitthvað. Einnig mun Gerður halda áfram að vinna að forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið.

Getum við bætt efni síðunnar?