Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

23. fundur 25. apríl 2018 kl. 20:30 - 21:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Steinar Sigurjónsson formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Ragnhildur Ýr Gunnarsdóttir
Steinar Sigurjónsson

1.        17. júní hátíðarhöld.

Á fundinum var rætt um hátíðarhöldin á 17. júní og ákveðið hvernig ætti að skipta verkum varðandi undirbúning. Þá fór einnig fram talning á þeim hátíðarvarningi sem til er og kom í ljós að ekki er talin þörf á að panta meiri varning fyrir hátíðarhöldin þar sem nóg er til af blöðrum, fánum og rellum. Ákveðið var að hafa dagskránna með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Ákveðið var að skipta verkum þannig að Steinar tekur að sér að finna ræðumann og sjá um að kynna dagskránna á hátíðarhöldunum. Karl tekur að sér að ræða við Hjálparsveitina Tintron um umsjón með hoppuköstulum og allt sem þeim viðkemur. Þá tekur Ragnhildur að sér að sjá um leiki á íþróttavellinum fyrir börnin. Ákveðið var að hittast kl. 11:00 þann 17. júní til þess að gera og græja fyrir hátíðarhöldin.

 2.        Önnur mál.

 Rætt var um hlutverk nefndarinnar og hvort hægt sé að skilgreina hlutverk hennar betur. Þá      leggur nefndin til að ný sveitarstjórn skoði í samstarfi við nýja nefndarmeðlimi að loknum kosningum hvort að grundvöllur sé fyrir því að gera samning við félagasamtök á svæðinu, líkt og Hjálparsveitina Tintron, Leikfélagið Borg og Ungmennafélagið Hvöt, um umsjón ákveðinna hluta hátíðarhaldanna. Má þar t.d. nefna umsjón með hoppuköstulum og umsjón með leikjum fyrir börnin.

Getum við bætt efni síðunnar?