Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

32. fundur 17. júní 2019 kl. 10:00 - 16:00 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      Undirbúningur og framkvæmd á 17. júní hátíðarhöldum.

Nefndarmenn mættu um morguninn kl. 10:00 og settu upp hoppikastala og prufuðu. Blésu upp blöðrur, gerðu svið klárt og settu upp borð í sal Félagsheimilisins sem hafði verið þrifinn um morguninn en hann hafði verið í útleigu fyrir ættarmót um helgina. Hljóðkerfi við íþróttavöll var gert klárt og krítar, kubb og andlitsmálning sett á sinn stað á hátíðarsvæðinu.

Þá var fyrirhuguð æfing á tónlistaratriði með Hugdísi Erlu en röddin var ekki tilbúin í æfingu og því var farið lauslega yfir flutninginn með henni.

Skrúðganga hófst kl. 13:00 frá Versluninni Borg og Skátafélag Sólheima leiddi gönguna með myndarbrag. Börn tóku einnig vel í hugmyndina um sápukúlublásturssveit en vindurinn sá þó að mestu um blásturinn.

Dagskrá í Félagsheimilli var kynnt af formanni nefndarinnar en hún hófst með fánakveðju frá skátum og þjóðsöng Íslendinga, Lofsöngur. Hátíðarræða var flutt af oddvita sveitarstjórnar Ásu Valdísi Árnadóttur.

Fjallkona 2019 var Rebekka Lind Guðmundsdóttir og hún flutti ljóðið Draumur aldamótabarnsins eftir Margréti Jónsdóttir.

Eftir að tónlistarflutningi Hugdísar Erlu lauk var dagskrá í félagsheimili slitið og gestum gefin laus taumurinn í pylsuáti, leikjum og hoppuköstulum.

Nefndarmenn luku störfum kl. 16:00 en þá átti þó eftir að hífa annan hoppukastalann upp á kerru og skila honum en búið var að ganga frá að það yrði gert.

Nefndin var yfirleitt ánægð með framkvæmdina en ákvað að hittast aftur fljótlega og fara yfir og skrá verkferla og gera minnisblað um skipulagningu og framkvæmd, sem hefur verið ábótavant.

Getum við bætt efni síðunnar?