Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

33. fundur 26. september 2019 kl. 16:00 - 17:30 Kerhólsskóla
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Gerður Dýrfjörð tómstunda- og félagsmálafulltrúi
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      Tilnefning i ungmennaráð.

Samkvæmt Samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps 7. gr. skal æskulýðs- og menningarmálanefnd tilnefna tvo fulltrúa og tvo til vara á aldrinum 16 – 18 ára í ungmennaráð fyrir 1. október ár hvert.

 Í dag eru eftirfarandi fulltrúar:

Kristrún Urður Harðardóttir (orðin 18 ára og dettur því út/ er formaður)

Jón Marteinn Arngrímsson (aðalfulltrúi)

Kristberg Ævar Jósepsson (fluttur)

Sveinn Bergsson (til vara)

 Óvíst er hvort þessir fulltrúar hafi áhuga að halda áfram. Fram koma hjá Gerði að hafi verið misvirk en hún boði alltaf bæði aðal- og varafulltrúa á fundi.

 Það skapaðist umræða um að breyta samþykktinni og hækka aldurinn upp í 20 ára. Fordæmi er fyrir að ungmennaráð hafi efri mörkin hærri til að halda reynslunni inn í ráðinu. Nefndin telur að ráðið sé sterkari með breiðari aldursmörk, sérstaklega í ljósi smæðar sveitarfélagsins.

 Nefndin leggur til að samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps verði breytt a eftirfarandi hátt:

 1.gr. er:

Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 13 til 18 ára í sveitarfélaginu, í umboði sveitarstjórnar, eftir því sem nánar kemur fram í samþykkt þessari.

 Verður:

1.gr. Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 13 til 20 ára í sveitarfélaginu, í umboði sveitarstjórnar, eftir því sem nánar kemur fram í samþykkt þessari.

  7.gr. er:

Ungmennaráð skal skipað fimm fulltrúum og fimm til vara á aldrinum 13 til 18 ára. Allir fulltrúar skulu hafa lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn óskar eftir því að eftirfarandi nefndir og stofnanir tilnefni árlega fulltrúa í ungmennaráðið og skal tilnefningin eiga sér stað fyrir 1. október ár hvert.

• Nemendaráð grunnskólans skal tilnefna 3 fulltrúa og 3 til vara á aldrinum 13 – 16 ára.

• Æskulýðs- og menningarmálnefnd tilnefnir 2 fulltrúa og 2 til vara á aldrinum 16 - 18 ára.

Starfstími ungmennaráðs skal vera frá 10. október til 30. september, ár hvert.

 Verður:

Ungmennaráð skal skipað fimm fulltrúum og fimm til vara á aldrinum 13 til 20 ára. Allir fulltrúar skulu hafa lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn óskar eftir því að eftirfarandi nefndir og stofnanir tilnefni árlega fulltrúa í ungmennaráðið og skal tilnefningin eiga sér stað fyrir 1. október ár hvert.

• Nemendaráð grunnskólans skal tilnefna 3 fulltrúa og 3 til vara á aldrinum 13 – 16 ára.

• Æskulýðs- og menningarmálnefnd tilnefnir 2 fulltrúa og 2 til vara á aldrinum 16 - 20 ára.

Starfstími ungmennaráðs skal vera frá 10. október til 30. september, ár hvert.

 Formaður hefur samband við sveitarskrifstofu og fær uppgefið íbúa á aldrinum 16 – 20 ára. Nefndarmenn hafa samband við aðila og í framhaldi tilnefna tvo aðalmenn og tvo varamenn.

Getum við bætt efni síðunnar?