Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

35. fundur 06. maí 2020 kl. 17:00 - 18:20 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Gerður Dýrðfjörð tómstunda- og félagsmálafulltrúi
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir formaður Ungmennafélagsins Hvatar
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      17. júní hátíðarhöld og takmarkanir vegna Covid-19 heimsfaraldurs.

Æskulýðs- og menningarmálanefnd leggur til að hátíðarhöldum vegna þjóðhátíðardags íslendinga 17. júní verði aflýst vegna óvissu um fjöldatakmarkanir og ástand í samfélaginu á næstu misserum vegna kórónaveirunnar. Eins og hátíðarhöld hafa farið fram undanfarin ár er fjöldi smitleiða mikill og þyrfti að grípa til verulegra breytinga á framkvæmd. Nefndin vil leggja til að þeirri orku og fjármagni sem hefur verið ráðstafað fyrir þetta verkefni verði eytt í aukið framlag til skipulagðs æskulýðsstarfs í sumar og styrkingu þess.

 2.      Leikjanámskeið og skipulagt æskulýðsstarf í sumar.

Gerður Dýrfjörð hafði verið í viðræðum við Ungmennafélögin í sveitarfélaginu, Gný á Sólheimum og Hvöt, um að halda utan um leikjanámskeið fyrir yngsta stig grunnskólanema í sumar. Ungmennafélagið Hvöt ætlar að halda utan um námskeiðið að þessu sinni og voru því Guðrún Ása, formaður UMFH, og Gerður, tómstunda- og félagsmálafulltrúi, boðaðar á fundinn til að ræða mögulegar útfærslur á námskeiðinu og til ráðleggingar fyrir nefndina varðandi tillögur um styrkingu æskulýðsstarfs í sumar.

Leikjanámskeiðið verður haldið í júnímánuði og þótti formanni ungmennafélagsins ekki líklegt að mögulegt yrði að bjóða elstu nemendum leikskólans að taka þátt að þessu sinni. Það er þó ekki komin lokaútfærsla á framkvæmd.

Ungmennafélagið Hvöt er einnig að skoða að standa fyrir dagsnámskeiðum í eina viku í sumar fyrir nemendur á miðstigi og efsta stigi grunnskólans.

Þá var rætt um möguleika til að gera meira fyrir þennan hóp sem hefur misst af mikilvægum félagslegum þáttum á tímum takmarkana í samfélaginu. Í framhaldi vil nefndin legga til að eftirfarandi verði einnig gert:

  • Að uppskeruhátíð ungmennafélagsins verði styrkt af sveitarfélaginu og hún verði opin öllum börnum og ungmennum í sveitafélaginu þar sem fjöldatakmarkanir og nándarregla á ekki við þann hóp.
  • Að opnunartímabil félagsmiðstöðvarinnar Zetor verði lengt inn í sumarið í samráði við Gerði Dýrfjörð.
  • Að lögð verði aukin orka og tryggt fjármagn til að starf í Vinnuskólanum verði markvisst og sterkt með aukinni fræðslu og námskeiðum.

Að lokum ræddi nefndin um áhyggjur af ungmennum á framhaldskólaaldri sem eiga mögulega ekki eins greiðan aðgang að sumarstörfum og áður. Nefndin hvetur sveitastjórn til að kynna sér stöðu ungmenna og möguleikann á að bjóða upp á sumarstörf hjá hreppnum og/eða í samvinnu við fyrirtækin á svæðinu. Það má sjá fordæmi að slíku hjá öðrum sveitarfélögum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?