Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

37. fundur 20. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:00 Fjarfundur TEAMS
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson
Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      17. júní hátíðardagskrá.

Ekkert sem bendir til annars en að leyfilegt verði að halda þjóðhátíð á Borg þann 17. júní 2021.

Rykið dustað af verkefnaskjalinu frá 2019. Farið yfir dagskrá og deilt verkefnum.

 Verkefnalisti:

  • Fjallkona: Dagný athugar hvort kvenfélagið sé ekki örugglega líka að dusta rykið af verkefnaskjalinu.
  • Skrúðganga: Með sama móti og undanfarin ár. Halli athugar með Reynir Pétur. Athuga með skáta einnig.
  • Hátíðarræða: Hugmyndum um mögulega kandídata kastað á milli fundarmanna. Ákveðið að leggja höfuð á bleyti til næsta fundar.
  • Hoppukastalar: Halli athugar hjá Jakobi og leigurnar.
  • Skemmtiatriði: Halli athugar Sölku Sól ofl.
  • Andlitsmálning: Ekki talið ráðlegt vegna smithættu en verður rætt þegar nær dregur.

 Ákveðið að hittast aftur að tveim vikum liðnum og taka stöðuna.

Getum við bætt efni síðunnar?