Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

39. fundur 08. júní 2021 kl. 20:00 - 21:30 Sólheimum
Nefndarmenn
 • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
 • Sigríður Þorbjörnsdóttir
 • Dagný Davíðsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      Hátíðardagskrá 17. júní

Verkefnalisti:

 • Fjallkona: Afgreitt
 • Skrúðganga: Í vinnslu
  • Halli athugar með Reynir Pétur. Athuga með skáta einnig. Ekki enn búið að fá staðfestingu frá aðilum.
 • Hátíðarræða: Afgreitt
  • Laufey Guðmundsdóttir formaður Kvenfélags Grímsneshrepps - STAÐFEST
 • Hoppukastalar: Afgreitt
  • Fékkst hjá Hopp og Skopp
  • Afmæliskastalinn kr. 30.000,-
  • Kolkrabbarennibrautin kr. 45.000,-
  • Halli athugar hvort starfsmaður sveitarfélagsins getur sótt deginum áður. (Steinar eða Hjörtur).
  • Dagný athugar með uppsetningu, frágang og gæslu hjá Tintron.
 • Skemmtiatriði: Í vinnslu
  • Vertu þú sjálfur – Skjálfti – STAÐFEST
  • Leikfélag Borg – ÓSTAÐFEST
  • Leikfélag Sólheima - STAÐFEST
 • Andlitsmálning: Sennilega best að sleppa. A.m.k. óþarfa áhætta á smiti.
 • Kaffi og vatn í boði í félagsmiðstöð.
  • Umræðu frestað til næsta fundar

 Fyrstu drög að dagskrá sett upp:

Kl. 13:00 - Skrúðganga hefst frá versluninni Borg

 • Sápukúlublásturssveit Grímsnes- og Grafningshrepps – allir hvattir til að vera með.
 • Lúðrasveit Reykjavíkur á kraftmiklum ferðahátalara.
  • Ábyrgð: Halli
  • Unglingadeild frá Tintron fánaberar ásamt Reyni Pétri
   • Dagný athugar
   • Gengið upp Borgarbraut og Félagsheimilið Borg fundið.

 K. 13:30 - Dagskrá í Félagsheimilinu Borg:

      1.     Kynnir/formaður 17. júní nefndar býður gesti velkomna.

      2.     Hátíðarræða – Laufey Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður kvenfélags Grímsneshrepps.

      3.     Kynnir kynnir fjallkonu 2021.

      4.     Fjallkona gengur inn – Fulltrúar unglingadeildar Tintron standa heiðursvörð.

      5.     Skemmtiatriði:

 • Hópur úr efsta stigi Kerhólsskóla sýnir atriðið “Vertu þú sjálfur” sem gerði garðinn frægann á nýafstaðinni hæfileikakeppninni Skjálfta.
 • Leikfélagið Borg með atriði – óstaðfest
 • Leikfélag Sólheima með atriði – staðfest

      6.     Hoppukastalar, andlitsmálning, pylsupartý og leikir á íþróttavelli.

 • Tintron mannar hoppukastala – óstaðfest
 • Sveitastjórn mannar grillið – staðfest
 • Hljóðkerfi við túnið

           

2.      Fyrirspurnir vegna 17. júní hátíðarhalda

Sveitastjóra barst erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Sent til framkvæmdastjóra sveitarfélaga

Borist hafa fyrirspurnir frá sveitarfélögum vegna 17. júní hátíðarhalda.   Núverandi reglugerð fellur úr gildi þann 16. júní og því óljóst hvernig staðan verður þann 17. júní.  Ríkisstjórnin hefur sent út tillögur um afléttingu sem sveitarfélög geta haft til viðmiðunar,

sjá hér:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/04/27/COVID-19-Tillaga-stjornvalda-um-aflettingu-innanlandstakmarkana-i-afongum/

Almannavarnir hafa hvatt sveitarfélög til að vera með plan a og b,  við skipulagningu 17. júní hátíðarhaldana, þar sem óvissa ríkir um afléttingu samkomutakmarkana.                                                               

 Ræddum um valmöguleikana á plani B ef sóttvarnaraðgerðir verða hertar. Samkoman sem um ræðir er samkvæmt skipulagi heldur fámenn. Ef reglur yfirvalda verða hertar er líklega lítill grundvöllur fyrir samkomu á 17. júní og plan B yrði því að aflýsa hátíðarhöldum. Þó sköpuðust umræðum um að hafa aðgengi að spritti á öllum stöðum óháð aðgerðum. Einnig við hoppukastala.

Umræðu um plan B var frestað til næsta fundar en þótti hins vegar tilefni til að ræða plan B vegna veðurs.

 3.      Önnur mál

Formaður viðraði hugmynd um að halda aftur Krágátu líkt og á degi íslenskrar tungu árið 2018 með sömu markmið og þá að leiðarljósi. Þá var það hugsað sem hvatningarverkefni fyrir félagasamtök og einstaklinga til að standa fyrir viðburðum. Það virtist hafa skilað árangri en starfsmannafélag Kerhólsskóla hélt svipaðan viðburð stuttu síðar. Nú hefur heimsfaraldur staðið í vegi fyrir slíku framtaki og því vel við hæfi að vekja fordæmið aftur upp.

Einnig var rætt um að ungmennafélaginu hefði ekki tekist að bjóða upp á leikjanámskeið í ár. Nefndarmenn sammála um að það sé mikilvægt boðið sé upp á sumarnámskeið í sveitarfélaginu fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára.

Nefndin fagnar ráðningu nýs Heilsu- og tómstundafulltrúa og óskar Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur til hamingju með ráðninguna með tilhlökkun til samstarfsins.

Getum við bætt efni síðunnar?