Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

42. fundur 16. september 2021 kl. 16:15 - 17:20 Birkihlíð á Sólheimum
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir heilsu- og tómstundafulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson

Fundurinn hófst á að nefndarmenn buðu nýjan Heilsu- og tómstundafulltrúa velkominn til starfa.

1.      Tilnefning fulltrúa ungmennaráðs.

Nefndarmenn og heilsu- og tómstundafulltrúi höfðu kannað hug nokkura ungmenna í sveitinni. Ákveðið að tilnefna Helgu Laufey Rúnarsdóttur og Gunnar Birkir Sigurðsson sem aðalmenn og Guðmund Björgvin Guðmundsson og Georgia Vera Monica Holland sem varamenn.

2.      Uppgjörsumræða um 17. júní.

Almenn ánægja með dagskrá á hátíðarhöldunum, sér í lagi heimatilbúin atriði frá Leikfélaginu Borg, Leikfélagi Sólheima og skemmtiatriði „Vertu þú sálfur“ frá unglingastigi (Skjálfti).

3.      Önnur mál.

Guðrún Ása fór yfir kafla sem heitir nú Lýðheilsa, frístundir og menning í samfélagsstefnu sveitarfélagsins. Ákveðið var í stýrihóp Heilsueflandi samfélags að gera sérstakan lýðheilsukafla og var rætt um að kaflaheiti yrðu breytt í Æskulýður, frístundir og menning. Allir voru sammála um að það mætti bæta kjöti á textann og móta ítarlegri stefnu í menningarmálum.

Ákváðum að Guðrún Ása myndi búa til Google Docs skjal með kaflanum þar sem nefndarmenn geta komið með tillögur að úrbótum.

Ræddum hugmynd um að leggja til kaup á ærslabelg á skólalóð við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Guðrún Ása minnti á að allt okkar starf og skipulag ætti að hafa heilsueflingu í huga.

Að lokum voru rædd laun nefndarmanna við framkvæmd og skipulagningu á 17. júní.  Nefndin metur að störf nefndarmanna við undirbúning og framkvæmd á 17. júní jafngildi þremur fundum og verði greitt þannig.

 

Getum við bætt efni síðunnar?