Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

43. fundur 11. október 2021 kl. 16:00 - 17:00 Fjarfundarbúnaður Zoom
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson

1.      Gerð fjárhagsáætlunar 2022

Nefndinni barst erindi frá veitunefnd sem hefur það hlutverk að taka saman og kostnaðarmeta fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar sveitarfélagsins á næsta ári. Þar er óskað eftir upplýsingum um þær framkvæmdir og fjárfestingar sem æskulýðs- og menningarmálanefnd leggur til að ráðist verði í á árinu 2022. Skilafrestur á tillögunum er til 11. október 2021.

 Nefndin óskaði eftir tillögum frá ungmennaráði en engar raunhæfar hugmyndir bárust þaðan. Eini fasti kostnaðaliður nefndarinnar hefur verið vegna hátíðarhalda á 17. júní. Gert er ráð fyrir sama kostnaði þar á síðustu áætlun þó raunkostnaður hafi verið undir áætlun síðast. Það skýrist helst á því að skemmtiatriðin voru í boði félagasamtaka heimamanna og óskaði ekkert þeirra eftir greiðslu fyrir sitt framlag, sem þó var gert ráð fyrir í áætlun.

Þá hafði nefndin rætt hugmyndina um að halda aftur Krágátu líkt og á degi íslenskrar tungu árið 2018 með sömu markmið og þá að leiðarljósi. Þá var það hugsað sem hvatningarverkefni fyrir félagasamtök og einstaklinga til að standa fyrir viðburðum. Það virtist hafa skilað árangri en starfsmannafélag Kerhólsskóla hélt svipaðan viðburð stuttu síðar. Nú hefur heimsfaraldur staðið í vegi fyrir slíku framtaki og því þótt vel við hæfi að vekja fordæmið aftur upp. Það er einnig lagt til að gert sé ráð fyrir kostnaði við þann hvatningarviðburð á árinu 2022.

 Fylgiskjal 1 skjal var sent á formann veitunefndar að fundi loknum.

Getum við bætt efni síðunnar?