Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

44. fundur 05. mars 2022 kl. 13:00 - 14:00 Fjarfundarbúnaður
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson
  1. júní hátíðarhöld

Svo virðist sem heimsfaraldur muni ekki standa í vegi fyrir því að sveitungar geti fagnað þjóðhátíðardegi Íslendinga á Borg þann 17. júní 2022.

Fundarmenn fóru yfir framkvæmd síðustu ára og deildu verkefnum. Það er einna brýnast þessa stundina að bóka hoppukastala og skemmtiatriði.

Verkefnin:

  • Halli er í sambandi við Hopp og Skopp líkt og síðast og fær staðfestingu á bókun fyrir næsta fund.
  • Halli athugar með aðkeypt skemmtiatriði sem og atriði frá Kerhólsskóla (Skjálfta).
  • Dagný athugar með Leikfélag Sólheima.
  • Dagný potar í kvenfélagskonur með fjallkonuna.
Getum við bætt efni síðunnar?