Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

6. fundur 12. september 2023 kl. 18:00 - 19:00 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Jakob Guðnason formaður
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Anna Katarzyna Wozniczka í fjarfundi
  • og
  • Elín Lára Sigurðardóttir heilsueflandi samfélag
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir heilsueflandi samfélag
Starfsmenn
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir Heilsu- og tómstundafulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Dagný Davíðsdóttir

1. Heilsueflandi samfélag.
Guðrún Ása fór yfir stöðuna varðandi heilsueflandi samfélag, veitt voru hvatningarverðlaun til blakliðs UMF Hvatar. Hreyfing og útivera er þemað sem tekur við um áramót. Mánaðarlegar gönguferðir fyrir 60 ára og eldri verða farnar á áhugaverðum stöðum í sveitarfélaginu. Ratleiks skiltin verða tilbúin vonandi fyrir vetrarfrí, Guðrún Ása kemur þeim fyrir á nokkrum stöðum og auglysir á heimasíðu GOGG. Haldin verða stafgöngu og skriðsundsnámskeið sem hluti af íþrottaviku Evrópu.
2. Ungmennaráð.
Tilnefna þarf ungmenni í ungmennaráð Grímsnes og Grafningshrepps, Guðrúnu Ásu falið að hafa samband við ungmenni á aldrinum 16-18 ára og kanna vilja þeirra til að taka þátt í ungmennaráði, einnig er Guðrúnu Ásu falið að tilnefna ungmenni á unglingastigi Kerhólsskóla í ungmennaráðið.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?