Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

7. fundur 11. október 2023 kl. 17:30 - 18:40 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Jakob Guðnason formaður
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Anna Katarzyna Wozniczka í fjarfundi
Starfsmenn
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir heilsu- og tómstundafulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Dagný Davíðsdóttir

1. Fjárhagsáætlun 2024.
Farið yfir hugmyndir og tillögur nefndarinnar að verkefnum fyrir fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps árið 2024. Hugmyndir eins og hreyfiskilti í yndisskóginum, upplýsingakort af Borgarsvæðinu, klára frísbí folfvöll. Tekinn verði upp lýðheilsustyrkur til allra íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu. Merkingar í byggingum sveitarfélagsins t.d. tengd heimsmarkmiðunum. Frístunda strætó og mögulegar útfærslur á því. Formanni falið að skila tillögunum inn.
2. Viðburðir á aðventu
Farið yfir væntanlega viðburði á aðventu, piparkökuhúsa keppni ungmennaráðs, upplestur og ljúfa tóna á bókasafni, viðburð á Úlfljótsvatni og fleira.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 18:40

Getum við bætt efni síðunnar?