Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd
1. Mál – Hvatningarverðlaun
Breytum auglýsingu frá því í fyrra og bætum við að verðlaun verða veitt á 17.júní. bæta við skilafresti
fyrir tilnefningu. Gera sýnilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Óttar útbýr einfalt form sem hægt væri að skrifa inn á heimasíðu sveitarfélagsins. skilafrestur 31.maí og
lýðheilsu- og æskulýðsnefnd hittist aftur snemma í júní og fer yfir tilnefningar sem hafa borist.
2. Aðild ungmennaráðs til nefnda
Jakob leggur til að funda með ungmennaráði – opin fund varðandi málefni tengt þeim og heyra
hvað þau eru ræða. Segja frá okkar störfum og hvað verið að gera. Mæta þeim varðandi
fundartíma. Mikilvægt að þau kynnist mismunandi tegundum fundarforma.
Bókun: Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd leggur til að boða til fundar með ungmennaráði og fara yfir
málefni lýðheilsu og æskulýðsnefndar.
3. Viðburðaráætlun Heilsueflandi samfélags.
Heilsu og tómstundarfulltrúi leggur til að viðburðarætlun feli í sér valdeflingu til félagasamtaka og
sé sett inn í samstarfssamning varðandi að halda heilsueflandi viðburði fyrir framtíðina.
4. Mál - Ungmennaráð tilnefningar til varmanna í ungmennaráði
Farið yfir góða virkni í ungmennaráði og lýðheilsu- og æskulýðsnefnd fagnar því. Lagt er til að
benda þeim á að hafa samband við SASS til athuga stöðu ungmennaráð suðurlands. Nefndin
tilnefnir Ísold Assa Guðmundsdóttir og Ásdís Rún Grímsdóttir í hlutverk varamanna
ungmennaráðs.
5. Minnisblað varðandi niðurgreiðslu sundkorta öryrkja
Óttar kynnti minnisblað varðandi beiðni um niðurfellingu gjaldtöku sundkorta fyrir öryrkja vegna
gjaldskrárhækkunar þessa árs. Málið var tekið til umfjöllunar utan fundar hjá sveitarstjórn þar
sem slíkar ákvarðanir hafa í flestum tilvikum áhrif á fjárhagsáætlun ársins.
Ákveðið var að málið verði skoðað sérstaklega við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Óttar mun
undirbúa málið frekar þegar nær dregur að gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og leggja það fyrir
sveitarstjórn.
Rætt var um leiðir til að hvetja til heilsueflingar innan sveitarfélagsins. Lýðheilsu- og
æskulýðsnefnd leggur til að sveitarfélagið skoði möguleikann á að gefa starfsmönnum sundkort í
jólagjöf sem lið í heilsueflingu. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjóra til frekari útfærslu.
Einnig var rætt um opnunartíma sundlaugarinnar, sérstaklega á föstudögum. Ákveðið var að
nefndin muni óska eftir því við íþróttamiðstöðina að skoða mögulega breytingu á opnunartíma og
skila tillögum til nefndarinnar fyrir næsta fund.
Óttar mun óska eftir að fá kynntar niðurstöður könnunar um íþróttamiðstöðina sem framkvæmd
var í haust og tryggja að þær upplýsingar liggi fyrir næsta fund nefndarinnar.
6. Fjölskyldugöngur
Óttar kynnti tillögu að skipulagi fjölskyldugangna á vegum sveitarfélagsins, sem fram færu á
laugardögum kl. 11:00–12:00 í maí. Hugmyndin felur í sér vikulegar gönguferðir upp á
mismunandi hóla innan sveitarfélagsins og lýkur verkefninu með stærri fjölskyldugöngu upp á
Búrfell. Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd samþykkir að verkefnið verði unnið áfram og felur Óttari að
undirbúa framkvæmd þess og kynningu fyrir íbúa. Óttar gerir grein fyrir framgangi verkefnisins á
næsta fundi nefndarinnar.
7. Tómstundarþing
Óttar kynnti hugmynd um skipulagningu Tómstundarþings fyrir uppsveitirnar. Markmið
verkefnisins er að kynna íbúum sveitarfélagsins og nágrannasveitarfélaga þá fjölbreyttu starfsemi
sem stendur börnum, ungmennum og eldri borgurum til boða á svæðinu. Nefndin tekur vel í
tillöguna og felur Óttari að undirbúa nánari tillögu að framkvæmd og dagskrá
Tómstundarþingsins, sem kynnt verður á næsta fundi nefndarinnar.
8. Málstofa varðandi málefni íþróttafélaga í uppsveitum
Óttar kynnti fyrirhugaða málstofu um málefni íþróttafélaga í uppsveitum, sem haldin verður í
samstarfi við svæðisfulltrúa HSK. Málstofan verður haldin þann 29. apríl nk. í Aratungu. Lýðheilsuog æskulýðsnefnd samþykkir að taka þátt í málstofunni og hvetur nefndarmenn til þátttöku. Óttar
mun sjá um að senda nefndarmönnum nánari dagskrá og upplýsingar þegar þær liggja fyrir.
9. Önnur mál
Skyndihjálparnámskeið Hjálparsveitarinnar rætt. Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd samþykkir að styðja
við námskeiðið og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt. Heilsu- og tómstundafulltrúa er falið
að kynna námskeiðið á Facebook-síðu sveitarfélagsins og sjá um að auglýsingar verði hengdar upp
í sundlauginni til að tryggja góða kynningu viðburðarins.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:05.