Fara í efni

Skólanefnd

2. fundur 18. október 2010 kl. 16:30 - 18:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir Benedikt Gústavsson
  • Hilmar Björgvinsson
  • Anna Margrét Sigurðardóttir
  • Hallveig Ingimarsdóttir
  • Margrét Gunnarsdóttir
  • Ingibjörg Harðardóttir.

2.fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps haldinn í fundarherbergi stjórnsýsluhúsins á Borg fimmtudaginn 18. október 2010, kl. 16:30.

 

Mættir:
Guðný Tómasdóttir, Benedikt Gústavsson, Hilmar Björgvinsson, Anna Margrét Sigurðardóttir, Hallveig Ingimarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Ingibjörg Harðardóttir.

 
Skólanámskráin
Skólastjóri fer yfir skólanámskránna og umræður sköpuðust í framhaldi af því. Eitt eintak af námskránni þ.e. leiðarvísi um skólastarfið verður sent inn á hvert heimili hjá skólabarni. Framvegis verða aðeins sendar heim almennar upplýsingar og viðbætur.

 
Reglur Kátuborgar
Umræður um hvort þurfi að breyta reglum í leikskólanum Kátuborg. Þá aðallega 12. gr. um að það verði eitthvað fast form á því hvort greiða þurfi fyrir þau börn sem taka sér stutt frí frá leikskólanum eins og til dæmis lengra sumarfrí en þær 6 vikur sem leikskólinn lokar. Fræðslunefnd vísar því til sveitarstjórnar að hún taki ákvörðun um hvernig greiðslum verði háttað í fríum leikskólabarna.

 
Spurningakönnun
Fyrirhugað er að senda út skoðanakönnun á vegum sveitarfélagsins til ákveðins hóps barna og foreldra sem farið hafa í skóla í Reykholti og þá sem fara þangað næstu árin. Markmiðið er að fá örlitla hugmynd um álit foreldra og barna á þessu máli. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við Skólaskrifstofu Suðurlands vegna spurningakönnunarinnar, gera bréf sem sent verður með könnuninni og senda hana út.

 
Undirskrift þagnaryfirlýsingu
Fulltrúar og áheyrnarfulltrúar skrifuðu aklir undir þagnaryfirlýsinguna.

 
5.      Önnur mál
Guðný ssótti ráðstefnu á Akureyri 1. október s.l. Samstarf og samræða allra skólastiga. Guðný segir örlítið frá þessari ráðstefnu sem var mjög fræðandi og skemmtileg.

 

 

Fundi slitið kl. 18:55

Getum við bætt efni síðunnar?