Fara í efni

Skólanefnd

3. fundur 09. nóvember 2010 kl. 16:30 - 18:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir
  • Benedikt Gústavsson
  • Vigdís Garðarsdóttir
  • Hilmar Björgvinsson
  • Anna Margrét Sigurðardóttir
  • Hallveig Ingimarsdóttir
  • Margrét Gunnarsdóttir
  • Birna Guðrún Jónsdóttir
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitastjóri.

Fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps

Starfsárið 2010/2014

 

3.fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps haldinn í fundarherbergi stjórnsýsluhússins á Borg þriðjudaginn 9.nóvember 2010, kl. 16:30.

 
Mættir:
Guðný Tómasdóttir, Benedikt Gústavsson, Vigdís Garðarsdóttir, Hilmar Björgvinsson, Anna Margrét Sigurðardóttir, Hallveig Ingimarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Birna Guðrún Jónsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir sveitastjóri.

 
Fundagerðir skólaráðs grunnskólans (lagðar fram til kynningar)
Tvær síðustu fundargerðir skólaráðs Grunnskólans Ljósaborgar lagðar fyrir fundinn til kynningar.

 
Foreldrahandbók leikskólans - lög leikskólans
Foreldrahandbók leikskólans lögð fyrir til kynningar, einnig farið yfir þær breytingar sem hafa orðið á lögum leikskólans og samþykkt af sveitastjórn.

 
Tillaga um breytt rekstrarfyrirkomulag leik-og grunnskóla
Guðný kynnir þá undirbúningsvinnu sem hafin er. Lesið í gegnum  greinagerðina.

 
Tillaga:
Meirihluti fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur til að beina því til sveitarstjórnar að sameina leik- og grunnskóla undir stjórn grunnskólans frá og með 1. janúar 2011. Stefnt verði að því að flytja starfsemi leikskóladeildar í húsnæði grunnskólans eins fljótt og auðið er. Að auki leggur nefndin til að stofnaður verði samráðshópur með fulltrúum foreldra, starfsmanna skóla, fulltrúum fræðslunefndar, skólastjóra og sveitarstjóra er útfæri framtíðarskipulag sameinaðs skóla. Hópurinn taki til starfa innan tveggja vikna frá samþykkt sveitarstjórnar. Skólastjóri leiði starfið en einnig starfi með hópnum utanaðkomandi ráðgjafi.

 
„Lögð fram tillaga meirihluta fræðslunefndar  um sameiningu leik- og grunnskóla undir stjórn grunnskólans ásamt stofnun samráðshóps um útfærslu og framkvæmd.“  Samþykkt samhljóða.

 
Fyrir liggur greinargerð og útfærsla á tillögu til sveitarstjórnar.

 
Bréf frá sjálfsmatsteymi grunnskólans
Fundurinn vísar bréfinu til þess samráðshóps sem mun vinna að útfærslu sameiningar leik- og grunnskóla 

 
Önnur mál
1.Menntaverðlaun Suðurlands. Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga um tillögur að tilnefningum til verðlaunanna.

2. Fræðslunefnd skorar á sveitarstjórn að bjóða nemendum upp á hafragraut á morgnana. Að auki gefist foreldrum kostur á að kaupa ávexti og grænmeti fyrir börnin í morgunhressingu í stað nestis.

 

 

Fundi slitið kl. 18:15

Getum við bætt efni síðunnar?