Fara í efni

Skólanefnd

21. fundur 25. október 2012 kl. 08:30 - 10:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
  • Birgir Leó Ólafsson fulltrúi foreldra
  • Andrea Bragadóttir fulltrúi forledra
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

 

21. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 25. október 2012 kl. 8.30 f.h.

 

 
Fundinn sátu:
      Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
      Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
      Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
      Sigmar Ólafsson skólastjóri
      Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
      Birgir Leó Ólafsson fulltrúi foreldra
      Andrea Bragadóttir fulltrúi forledra

 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

  

1.     Nýr starfsmaður
Margrét Kristjánsdóttir hefur verið ráðin til starfa við Kerhólsskóla í 60% starf. Hún vinnur mest við leikskóladeild skólans en mun einnig verða í afleysingum annarra deilda. Fræðslunefnd vill bjóða Margréti velkomna til starfa.

 
2.     Vinna við skólanámskrá.
Sigmar segir frá því að vinnan við skólanámskrá sé í fullum gangi, grunnskólahlutinn sé nánast tilbúinn en leikskólahlutinn rétt að byrja. Skólanámskráin ætti að fara fljótlega til yfirlestrar og grunnskólahlutinn að koma inn á næsta fund fræðslunefndar.

 
3.     Skólastefna
Farið yfir skólastefnuna og ákveðið að leggja hana fyrir sveitastjórn.

 
4.     Önnur mál.
Nýverið var kosinn nýr fulltrúi foreldra í fræðslunefnd. Birgir Leó Ólafsson er því á förum úr fræðslunefnd og í hans stað kemur Andrea Bragadóttir. Fræðslunefndin vill þakka Birgi fyrir samstarfið og jafnframt bjóða Andreu velkomna til starfa með nefndinni.

 
Guðný sagði lauslega frá málefnum funda fræðslunefndar Bláskógabyggðar þar sem hún er áheyrnarfulltrúi.

 
Í lok fundar var farið yfir í nýju skólabygginguna og hún skoðuð.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:10

Getum við bætt efni síðunnar?