Fara í efni

Skólanefnd

25. fundur 16. apríl 2013 kl. 10:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
  • Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

25. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, þriðjudaginn 16. apríl 2013 kl. 10:00 f.h.

 
Fundinn sátu:
 Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 
Fundargerð skólaráðs.
Sigmar fór yfir fundargerð skólaráðs frá 15. apríl s.l.

 
2.     Skóladagatal 2013 - 2014.
Sigmar fer yfir tillögu að skóladagatali næsta skólaárs, þ.e. skólaársins 2013 – 2014. Samkvæmt skóladagatalinu verða skóladagarnir 177. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til sveitarstjórnar.

Samkvæmt skóladagatali skólaársins 2013 - 2014 og almanakinu ætti leikskóladeild Kerhólsskóla að vera opin mánudaginn 23. desember, föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að leikskóladeildin verði lokuð þessa daga.

 
3.     Kennslukvóti og starfsmannaskipulag.
Sigmar lagði fram tillögu að kennslukvóta fyrir skólaárið 2013 – 2014. Reiknaður kennslukvóti er 160,1 stund á viku sem gera 5,9 stöðugildi..

Breyting verður á bekkjarkerfi skólans næsta vetur, í 1. bekk verða 5 nemendur sér þar sem enginn nemandi er í 2. bekk. 3. og 4. bekkur verða saman með 9 nemendur, 5., 6. og 7. bekkur saman með 11 nemendur og 8. bekkur sér með 8 nemendur. Samtals 33 nemendur í grunnskóladeild. Óljóst er ennþá hversu mörg börn verða í leikskóladeild Kerhólsskóla næsta vetur en reiknað er með svipuðum fjölda og nú er.

 
4.     Skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Komið hefur ósk um breytingu á skólastefnunni um að það komi fram að skóladögum í grunnskóladeild Kerhólsskóla skuli vera lokið fyrir 1. júní ár hvert. Fræðslunefnd samþykkir þessa breytingu og vísar henni til sveitarstjórnar. Starfsmanni sveitarfélagsins falið að ganga frá prentun skólastefnunnar.

 
5.     Sjálfsmat Kerhólsskóla.
Sigmar fór í gegnum sjálfsmat Kerhólsskóla, hvað kom vel út og hvað þarf að bæta. Einnig var lögð fram umbótaáætlun að því hvernig á laga það sem betur má fara.

 
6.     Önnur mál.
a)    Komið hafa kvartanir um tímasetningar skólabíls og viðmót skólabílsstjóra til barnanna. Skólastjóra falið að ræða við viðkomandi skólabílstjóra.

 

 

       Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:30

Getum við bætt efni síðunnar?