Fara í efni

Skólanefnd

26. fundur 06. júní 2013 kl. 08:00 - 09:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
  • Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

26. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, þriðjudaginn 6. júní 2013 kl. 8:00 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Sigmar Ólafsson skólastjóri
Svanhildur Eiríksdóttir fulltrúi kennara
Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
 Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 
Mannaráðningar.
Sigmar gerði grein fyrir umsóknum sem höfðu borist í þau störf sem voru auglýst inna leikskóladeildarinnar. Verið er að vinna úr þeim umsóknum.

 
Skólaakstur.
Vangaveltur voru um hvers þarf að gæta við útboð á skólaakstri og rætt um hvaða kröfur séu gerðar til skólabílstjóra og skólabíla. Fram kom að nauðsynlegt væri að gera kröfur um þriggja punkta belti í öllum bílum og börn upp í 4. bekk ættu að vera á sessu í bílunum. Hugmynd hvort að sveitafélagið myndi útvega þannig sessur í bílana.

 
3.     Lóðin við Kerhólsskóla.
Farið yfir nýjar hugmyndir í gerð lóðar við Kerhólskóla. Sagt frá því sem komið hefur fram á fundi með kennurum og starfsmönnum skólans.

 
4.     Nýbygging
Í dag er vonast til að hægt verði að flytja inn í skólann um næstu áramót. Fundarmenn fóru og skoðuðu bygginguna.

 
5.     Önnur mál.
Sigmari og Svanhildi var þakkað fyrir samveruna og vel unnin störf og þeim óskað velfarnaðar í komandi starfi.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 9:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?