Fara í efni

Skólanefnd

29. fundur 04. september 2013 kl. 08:30 - 09:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðný Tómasdóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Benedikt Gústavsson varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
  • Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Sigmar Ólafsson skólastjóri
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
  • Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar
  • Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ingibjörg Harðardóttir

Fundargerð.

 

29. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 4. september 2013 kl. 8:0030 f.h.

 
Fundinn sátu:
      Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
      Benedikt Gústavsson, varaformaður fulltrúi sveitarstjórnar
      Hugrún Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
      Sigmar Ólafsson skólastjóri
      Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi grunnskóladeildar
      Erla Baldursdóttir fulltrúi leikskóladeildar
      Andrea Bragadóttir fulltrúi foreldra
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir   

 

Breytingar í starfsmannahóp.
Sigmar kynnti nýja stafsmenn og sagði frá þeim breytingum sem hafa orðið innan starfsmannahópsins. Fræðslunefndin vill þakka þeim starfsmönnum sem hættu fyrir samstarfið og óskar þeim velfarnaðar í nýjum störfum. Fræðslunefnd vill einnig þakka Hilmari Björgvinssyni sérstaklega fyrir faglega og góða uppbyggingu á skólanum sem stendur nú á sterkum stoðum vegna allra þeirra góðu starfsmanna sem við höfum verið svo heppinn að hafa í gegnum tíðina. Um leið vill fræðslunefnd bjóða nýja starfsmenn velkomna til starfa.

 
Kynning á lestrarstefnu skólans.
Anna Margrét kynnti lestrastefnu Kerhólsskóla fyrir fulltrúum fræðslunefndar.

 
3.      Yfirlit frá skólastjóra.
Sigmar fór yfir starfið framundan í grunnskóladeild. Aðeins hefur borið á kvörtunum vegna stundaskránna og heimanáms. Sigmar mun koma upplýsingum til foreldra varðandi stundaskrárnar.

 
4.      Yfirlit frá aðstoðarleikskólastjóra.
Erla fór yfir starf leikskóladeildar á komandi vetri, skólaheimsóknir, íþróttatíma og fleira.

 
5.      Fundartímar
Stefnt er að hafa fundi á mánudagsmorgnum kl. 8:30 á sex vikna fresti. Næsti fundur er því áætlaður þann 14. október n.k.

 

  
6.      Önnur mál.
Farið yfir gjaldtöku og viðveru í leikskóladeild. Borið hefur á að börn séu ekki sótt á réttum tíma og því spurning hvort þörf sé á lengdum opnunartíma leikskóladeildar. Erlu og Sigmari falið að kanna hvort sé þörf á breytingum.

 

        Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 9:45

Getum við bætt efni síðunnar?